Content-Length: 132083 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Fri%C3%B0rik_2._Pr%C3%BAssakonungur

Friðrik mikli - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Friðrik mikli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Friðrik 2. Prússakonungur)
Skjaldarmerki Hohenzollern-ætt Konungur í Prússlandi
Konungur Prússlands
Hohenzollern-ætt
Friðrik mikli
Friðrik 2.
Ríkisár 31. maí 174017. ágúst 1786
SkírnarnafnFriedrich von Hohenzollern
Fæddur24. janúar 1712
 Berlín, Prússlandi
Dáinn17. ágúst 1786 (74 ára)
 Potsdam, Prússlandi
GröfVanangur, Potsdam
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Friðrik Vilhjálmur 1. Prússakonungur
Móðir Soffía Dórótea af Hannover
DrottningElísabet Kristín af Brunswick-Wolfenbüttel-Bevern
Stytta af Friðriki mikla á hestbaki við Unter den Linden-breiðgötuna í Berlín.

Friðrik 2. (24. janúar 171217. ágúst 1786), nefndur hinn mikli, var leiðtogi Prússlands 17401786. Friðrik var sonur Friðriks Vilhjálms 1. Reglur lénskerfisins ollu því að Friðrik var 1740-1772 konungur í Prússlandi og 1772 til dauðadags konungur Prússlands.

Friðriks er minnst sem mikils listunnanda. Hann var m.a. í talsverðum samskiptum við Voltaire. Friðrik flokkast undir upplýstan einvald og stóð fyrir miklum framförum í Prússlandi meðal annars á sviði menntunar og lista.

Á valdatíma Friðriks stóð Prússland í talsverðum ófriði við önnur evrópsk veldi og á valdatíma hans varð Slésía hluti af Prússlandi.

Friðrik hvílir á hallarsvæðinu Vanangri í Potsdam í núverandi sambandslandinu Brandenborg.

Friðrik var sonur Friðriks Vilhjálms krónprins af Prússlandi og eiginkonu hans, Soffíu Dóróteu af Hannover. Hann fæddist einhvern tíma á milli klukkan 11 og 12 þann 24. janúar 1712 í borgarhöllinni í Berlín og var skírður Friedrich af Benjamin Ursinus von Bär þann 31. janúar. Fæðingunni var fagnað af afa hans, Friðrik 1., þar sem tveir fyrri sonarsynir hans höfðu báðir dáið í frumbernsku.

Við andlát Friðriks 1. árið 1713 varð sonur hans Friðrik Vilhjálmur I konungur í Prússlandi sem gerði Friðrik unga krónprins. Friðrik átti níu systkini sem lifðu til fullorðinsára. Hann átti sex systur. Elst var Vilhelmína, sem hann varð mjög náinn. Hann átti einnig þrjá yngri bræður, þar á meðal Ágúst Vilhjálm og Hinrik. Hinn nýi konungur óskaði eftir því að börn sín fengju menntun ekki sem kóngafólk, heldur sem einfalt fólk. Þeim var kennt af franskri konu, frú de Montbail, sem einnig hafði kennt Friðrik Vilhjálmi 1.

Friðrik Vilhjálmur 1., sem var kallaður „hermannakonungurinn“, hafði búið til stóran og öflugan her sem taldi til sín fræga herdeild sem gekk undir viðurnefninu „Potsdam-risarnir.“ Hann stjórnaði vandlega auði konungsríkisins og þróaði sterka og miðstýrða stjórn. Hann var jafnframt skapbráður og stjórnaði Brandenborg-Prússlandi með harðri hendi. Aftur á móti var móðir Friðriks, Soffía, kurteis, lærð og gædd miklum persónutöfrum. Faðir hennar, Georg Loðvík af Brunswick-Lüneburg, hafði tekið við breska hásætinu sem Georg 1. konungur árið 1714. Pólitískur og persónulegur ágreiningur milli foreldra Friðriks skapaði óróleika, sem hafði áhrif á viðhorf Friðriks til hlutverks síns sem konungur og afstöðu hans til menningar og sambands hans við föður sinn.

Á fyrstu æskuárum sínum bjó Friðrik með móður sinni og Vilhelmínu systur sinni, þó að þau heimsóttu reglulega veiðihús föður síns í Königs Wusterhausen. Frederick og eldri systir hans mynduðu náið samband, sem hélst til dauðadags 1758. Friðrik og systur hans voru alin upp af kennara og kennslukonu af húgenottatrú og lærðu frönsku og þýsku samtímis. Þrátt fyrir óskir föður hans um að menntunin væri eingöngu trúarleg og hagnýt þróaði hinn ungi Friðrik með sér dálæti á tónlist, bókmenntum og franskri menningu. Friðrik Vilhjálmi 1. fannst þessi áhugamál kvenleg og feðgarnir deildu oft um hernaðarhyggju hans, sem leiddi til þess að hann barði og niðurlægði Friðrik oft. Engu að síður varð Friðrik, með aðstoð latínukennarans Jacques Duhan, sér úti um þrjú þúsund bóka leynibókasafn með ljóðum, grískum og rómverskum heimsbókmenntum og heimspeki til að lesa samhliða formlegum kennslustundum

Þó að faðir hans, Friðrik Vilhjálmur 1., hefði verið alinn upp sem kalvínisti þrátt fyrir lúterska ríkistrú í Prússlandi óttaðist hann að hann væri ekki meðal þeirra sem hefðu verið útvaldir af Guði til að hljóta sáluhjálp. Til að forðast möguleikann á því að sonur hans Friðrik yrði þjakaður af sömu áhyggjum fyrirskipaði konungur að erfingja hans yrði ekki kennt um kalvínísku kenninguna um forákvörðun Guðs um frelsun eða glötun manna. Þrátt fyrir fyrirætlanir föður síns virðist Friðrik hafa tileinkað sér hugmyndir um forákvörðun.

Það er næstum því víst að Friðrik hinn mikli hafi fyrst og fremst verið samkynhneigður og að kynhneigð hans hafi verið lykilatriði í lífi hans. Hins vegar er eðli raunverulegra sambanda hans enn umdeilt. Þrátt fyrir að Friðrik hafi verið kvæntur samkvæmt fyrirætlan foreldra sinna eignaðist hann engin börn og frændi hans erfði prússnesku krúnuna við andlát hans. Hirðgæðingar Friðriks voru nær eingöngu karlkyns menntamenn og listasafn hans fagnaði samkynhneigð. Þrálátar sögusagnir um meinta samkynhneigð konungsins fóru um Evrópu á meðan hann lifði en engar endanlegar sannanir eru fyrir um kynferðisleg sambönd hans, hvorki við karla né konur.

Sagnfræðingar höfnuðu því að Friðrik hefði verið samkynhneigður í margar aldir eftir dauða hans. Rit samkynhneigðra á tíma Weimar-lýðveldisins fögnuðu hins vegar samkynhneigð Friðriks, sýndu hann á forsíðum tímarita og lofsömuðu hann fyrir að hafa stýrt ríki sem samkynhneigður karlmaður.

Þegar Friðrik var 16 ára myndaði hann samband við 17 ára gamlan riddarasvein konungsins, Peter Karl Christoph von Keith. Samkvæmt endurminningum Vilhelmínu urðu þeir óaðskiljanlegir: „Keith var klár, en án menntunar. Hann þjónaði bróður mínum af raunverulegri tryggð og hélt honum upplýstum um allar gjörðir konungsins.“ Vilhelmína skrifaði jafnframt: „Þótt ég hafi tekið eftir því að hann ætti í kumpánlegra sambandi við riddarasveininn en eðlilegt var miðað við stöðu þeirra vissi ég ekki hve náin vinátta þeirra var.“ Þar sem Friðrik var að öllum líkindum samkynhneigður kann samband þeirra Keith að hafa verið af rómantískum toga, þó að nánd þeirra sé enn óljós. Þegar faðir Friðriks, Friðrik Vilhjálmur 1., heyrði sögusagnir um samband þeirra var Keith sendur í burtu til óvinsællar herdeildar nálægt hollensku landamærunum.

Árið 1720 reyndi Soffía Dórótea drottning að láta Friðrik og systur hans Vilhelmínu giftast börnum bróður síns, Georgs 2. konungs, þeim Amelíu og Friðrik. Sendiherra Austurríkis í Berlín, yfirhershöfðinginn von Seckendorff, mútaði stríðsmálaráðherra Prússlands, yfirhershöfðingjanum von Grumbkow, og prússneska sendiherranum í London, Benjamin Reichenbach, af ótta við að Prússar og Bretar myndu gera með sér bandalag. Grumbkow og Reichenbach beittu því mútum og róg til að spilla sambandinu milli hirðanna í Prússlandi og Bretlandi. Að lokum reiddist Friðrik Vilhjálmur yfir hugmyndinni um að Friðrik skyldi kvænast enskri konu og lenda undir áhrifum bresku krúnunnar. Þess í stað undirritaði Prússakonungur sáttmála við Austurríkismenn, sem gáfu óljós fyrirheit um að viðurkenna tilkall Prússa til þýsku furstadæmanna Jülich-Berg. Þetta leiddi til þess að ráðahagur bresku og prússnesku konungsbarnanna rann út í sandinn.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Fri%C3%B0rik_2._Pr%C3%BAssakonungur

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy