Content-Length: 102791 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Geimflaug

Geimfar - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Geimfar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Geimflaug)
Geimflaugin Columbia í flugtaki

Geimfar eða geimskip er farartæki sem hannað er fyrir geimflug. Geimför eru notuð í mismunandi tilgangi, meðal annars til samskipta, jarðarathugunar, veðurfræði, siglingafræði, reikistjörnukönnunar og flutninga manna og farms. Í undirsporbrautarflugi (e. sub-orbital flights) fer geimfar út í geiminn og kemur svo aftur til jarðar án þess að fara á sporbraut. Í sporbrautarflugum (e. orbital flights) fer geimfarið á sporbaug um Jörðina eða önnur stjarnfræðileg fyrirbæri.

Geimför notuð til mannaðra geimferða flytja fólk annaðhvort sem starfsmenn eða farþega. Tölvustýrð geimför (e. robotic spacecraft) eru ómönnuð og er stjórnað á sjálfvirkan hátt frá Jörðinni. Ómönnuð geimför notuð til rannsókna heita könnunarhnettir (e. space probes). Nokkur geimför eru á leiðinni út úr sólkerfinu, til dæmis Pioneer 10 og 11, Voyager 1 og 2 og New Horizons.

Vinsælt er að ræða um geimför í vísindaskáldskap.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Geimflaug

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy