Content-Length: 82024 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Windows_3.1

Windows 3.1x - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Windows 3.1x

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Windows 3.1)

Windows 3.1x er röð myndrænna notendaskila (skelja) fyrir einkatölvur sem búnar voru 16-bita útgáfu af stýrikerfinu MS-DOS. Hvorki eru neinar af þessum skeljum (né MS-DOS) lengur studdar, aðeins nýrri útgáfur af Windows, sem eru ekki skeljar ofan á MS-DOS. Skelin var þróuð af Microsoft sem arftaki notendaskilanna Windows 3.0 og sett á markað 6. apríl árið 1992 (sala á henni hófst raunar nokkrum vikum fyrr). Fyrsta útgáfan var Windows 3.1 og í kjölfarið fylgdu Windows 3.1 fyrir Mið- og Austur-Evrópu (með stuðningi fyrir kýrillískt letur) og Windows 3.1J (með stuðningi fyrir japönsku) og sérútgáfan Modular Windows fyrir Tandy Video Information System. Netútgáfa Windows 3.1, Windows for Workgroups 3.1 kom út í október 1992. Hún notaðist við SMB-samskiptareglurnar yfir NetBIOS-tengingu.

Árið 1993 kom út uppfærsla sem var kölluð Windows 3.11. Sama ár kom út útgáfa af Windows 3.11 með stuðningi fyrir einfaldaða kínversku sem var kölluð Windows 3.2. Windows for Workgroups 3.11 kom út 11. ágúst 1993. Skömmu áður hafði Microsoft gefið út nýja 32ja bita netþjónsútgáfu stýrikerfisins með stuðningi fyrir fjölnotendavinnslu, Windows NT.

Stuðningur við Internetið var ekki innbyggður í kerfið fyrr en í ágúst 1994 þegar Microsoft gaf út viðbót fyrir stuðning við TCP/IP-samskiptareglurnar í Windows for Workgroups 3.11. Þessi sama viðbót varð síðar staðalbúnaður í Windows 95 sem tók við af Windows 3.1x-línunni árið 1995.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Windows_3.1

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy