Content-Length: 101699 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Eak

Þak - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Þak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þök í Antananarivo í Madagaskar.

Þak er sá hluti byggingar sem lokar henni að ofan. Í flestum löndum eru þök hönnuð til að vernda íbúa eða innbú byggingar gegn úrkomu en líka gegn kulda og vindum og sums staðar einnig gegn hita. Aðrar þakategundir eins og þær sem þekja gróðurhús geta verndað gegn rigningu, vindum og kulda en hleypa inn ljósi.

Þök eru reist úr ólíkum efnum eftir þörfum tiltekinna byggingar og þeirra sem nota hana. Þau geta til dæmis verið úr gleri, málmi, steinsteypu eða klædd með brenndum leirhellum. Þök geta þó líka verið úr forgengilegri efnum eins og til dæmis laufblöðum og stráum. Útlit þaksins veltur á þörfum og smekk; þök eru annaðtveggja með halla eða flöt en geta líka verið reist á mörgum pöllum, hvelfd eða eins og upptyppingar. Halli þaks er oftast hugsaður til að veita úrkomu frá húsinu og koma í veg fyrir leka en þök geta einnig verið teiknuð þannig vegna stíls. Nokkrar þaktegundir eins og stráþök þarfnast hallans til þess að geta hrint frá sér vatni, því annars myndu þau leka. Mikilvægt er að þök séu varanleg, af því það getur verið erfitt að laga og endurnýja þau.

  Þessi mannvirkjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Eak

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy