Content-Length: 76738 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Amt

Amt - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Amt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Amt er dönsk stjórnsýslueining sem var tekin upp í Danmörku-Noregi í stað léna samhliða einveldinu árið 1662. Í Danmörku voru ömtin lögð niður árið 2007 og verkefni þeirra flutt til annars vegar héraða og hins vegar sveitarfélaga.

Í Danmörku voru upphaflega mjög mörg ömt (um 50 talsins) en þeim var fækkað í 24 1794. Kaupstaðir voru til að byrja með sjálfstæð stjórnsýslueining, óháð ömtunum, og heyrðu beint undir stiftamtmann. Með breytingunni 1794 féllu kaupstaðirnir hins vegar undir ömtin með þeirri undantekningu að Kaupmannahöfn var sjálfstæð eining. Ömtin heyrðu formlega undir stiftin en nokkur ömt voru í fleiru en einu stifti.

Til 1970 voru ömtin í Danmörku 20 auk fjögurra amta á Suður-Jótlandi sem bættust við. Árið 1970 var þeim fækkað í 14 og síðan 13 árið 2003. Við breytingar á sveitarstjórnarlögum árið 2007 voru ömtin lögð niður og fimm héruð komu í þeirra stað.

Holtsetaland

[breyta | breyta frumkóða]

Holtsetaland skiptist í sautján ömt meðan það var undir Danakonungi. Auk þeirra voru fimm svæði með sömu stöðu og ömt.

Á Íslandi voru ömt frá árinu 1684 til ársins 1904. Æðsti embættismaður í amti var amtmaður og var Ísland eitt amt í Konungsríkinu Danmörku á tímabilinu 1684-1770. Því var síðan skipt niður í tvö ömt Suður- og Vesturamt og Norður- og Austuramt árið 1770. Árið 1787 var Suður- og Vesturamt síðan klofið niður í Suðuramt og Vesturamt. Árið 1873 þegar embætti stiftamtmanns var lagt niður og landshöfðingi tók við var amtmaður Vesturamts settur sem amtmaður Suðuramts en ömtin héldust samt aðskilin. Árið 1890 voru sett lög sem skiptu Norður- og Austuramti í tvennt og kom til framkvæmda árið 1892. Aftur var sami amtmaður en ömtin héldust aðskilin[1]. Amtskipanin var lögð af árið 1904 þegar Íslendingar fengu heimastjórn.

Árið 1671 var Noregi skipt í fjögur stifti og átta ömt. Þeim fjölgaði síðan jafnt og þétt þar til þau voru orðin 20 árið 1866. Árið 1919 voru ömtin lögð niður og fylki tekin upp í staðinn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir (Október 2011). „Embættisskjöl og embættisfærsla amtmanna á Íslandi 1770 til 1904 og amtsráða 1875 til 1907“ (PDF). Þjóðskjalasafn Íslands.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Amt

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy