Content-Length: 107355 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/App_Store

App Store - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

App Store

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

App Store er netverslun frá Apple þar sem forrit (e. apps) fyrir iOS eru til sölu. Verslunin gerir notendum kleift að hlaða forrit niður frá iTunes Store. Öll forritin í App Store eru forrituð með iOS SDK frá Apple go eru yfirfarin áður en þau eru sett í verslunina. Sum forrit eru ókeypis en önnur ekki. Hægt er að hlaða þeim niður beint með tæki eins og iPhone, iPod Touch eða iPad, eða í gegnum tölvu með iTunes. 30% af tekjunum fer til Apple og hin 70% til forritarans. Fyrsta App Store-netverslunin var opnuð 10. júlí 2008.

11. júlí sama ár kóm iPhone 3G út með iOS 2.0.1, sem gerði notendum kleift að nota App Store.[1] Fyrir 10. október 2010 voru rúmlega 300.000 forrit til sölu í App Store.[2] Frá og með 18. janúar 2011 hafa 9,9 milljarðar forrit verið hleðin niður frá versluninni.[3] Apple setti 500.000. forritið í App Store maí 2011.[4]

Þann 23. júlí 2011 opnaði Apple App Store á Íslandi.[5]

  1. „Apple Introduces the New iPhone 3G“. Sótt 10. júní 2011.
  2. „Apple - Apple Events - Apple Special Event October 2010“. Sótt 10. júní 2011.
  3. „10 Billion App Countdown“. Sótt 14. janúar 2011.
  4. Apple approves its 500,000th app, but do you care?“, Yahoo!.
  5. „iTunes í „App Store" á Íslandi“. Sótt 23. júlí 2011.
  Þessi Applegrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/App_Store

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy