Content-Length: 120307 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Brand%C3%B6nd

Brandönd - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Brandönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brandönd
Brandönd, karlfugl
Brandönd, karlfugl
Fullvaxinn karlfugl
Fullvaxinn karlfugl
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Tadorna
Tegund:
T. tadorna

Tvínefni
Tadorna tadorna
(Linnaeus, 1758)
Heimkynni (gult: sumar, blátt: vetur, grænt: allt árið)
Heimkynni
(gult: sumar, blátt: vetur, grænt: allt árið)
Samheiti

Anas tadorna Linnaeus, 1758

Brandönd (fræðiheiti: Tadorna tadorna) er stórvaxin og skrautleg önd sem minnir á gæs bæði hvað varðar stærð og lögun. Goggur andarinnar er rauðbleikur, fæturnir bleikir og búkurinn hvítur með brúnum og svörtum flekkjum. Höfuðið og hálsinn eru dökkgræn. Brúnt belti er um miðju og nær það aftur á bakið. Axlarfjaðrir eru svartar. Dökk rák nær frá bringu eftir endilöngum kviðnum. Kynin eru svipuð í útliti en kvenfuglarnir eru minni.

Brandendur eru léttar í gangi og á sundi og hefja sig snögglega til flugs án tilhlaups. Þær eru áberandi hálslangar á flugi. Brandönd verpir yfirleit 8 eggjum sem klekjast út á mánupi og verða ungarnir fleygir á 6-7 vikum. Báðir foreldrar sjá um uppeldi unga. Kjörlendi brandanda er grunnsævi og leirur þar sem þær sía fæðu úr leðjunni. Þær halda sig við voga og árósa og fara sjaldan lengra en 1 - 2 km frá sjó. Karlfuglinn tístir og flautar um varptíma en kvenfuglinn gargar og kvakar.

Brandönd er farfugl og var áður fáséður flækingsfugl á Íslandi. Fyrsta varp sem vitað er um á Íslandi er 1990. Síðan hefur hún sést árlega í Borgarfirði. Stofninn á Íslandi telur nú vel yfir þúsund fugla og eru höfuðstöðvar hans við ósa Hvítár í Borgarfirði.

Brandönd er alfriðuð.

  • Jóhann Óli Hilmarsson, Íslenskur fuglavísir, Iðunn, Reykjavík, 1999

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Brand%C3%B6nd

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy