Busan
Busan (áður nefnd Pusan) er hafnarborg í Suður-Kóreu, staðsett á suðausturhluta Kóreuskagans. Íbúafjöldi borgarinnar er 3,6 milljónir (desember 2015), sú næstfjölmennasta á eftir höfuðborginni Seúl. Landfræðileg lega og staðsetning borgarinnar eru kjöraðstæður fyrir alþjóðlega hafnarstarfsemi, og þar er stærsta flutningaskipahöfn landsins, sem er jafnframt sú fimmta stærsta á heimsvísu. Helstu atvinnuvegir borgarinnar eru skipa- og hafnariðnaður, vöruflutningar, viðskipti og ferðaþjónusta.
Á tíma Kóreustríðsins (1950-1953) var Busan starfandi höfuðborg Suður-Kóreu en borgin var þá eitt fárra svæða sem var ekki undir valdi Alþjóðalýðveldisins Kóreu.