Content-Length: 95692 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/D%C3%ADsilv%C3%A9l

Dísilvél - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Dísilvél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dísilvél byggð af Langen & Wolf, 1898. Byggð eftir upprunnulegri hönnun Rudolf Diesel
Mercedes-Benz OM 352, eitt af fyrstu Mercedes-Benz dísilvélum með beinni innspýtingu. Vélin er 5.7 lítra línu 6 dísil mótor og var notuð í mörgum Benz jeppum og flutningabílum.[1]

Dísilvél er brunahreyfill sem gengur fyrir dísilolíu. Hún dregur nafn sitt af þýska verkfræðingnum Rudolf Diesel (1858 – 1913). Diesel fann upp dísilvélina þegar hann var að hanna nýja vél með betri nýtni en gufuvélin hafði. Upphaflega hannaði Diesel vélina til að ganga á koladufti, þar næst gerði hann tilraunir með grænmetisolíu og loks með dísilolíu sem unnin var úr hráolíu.[2]

Dísilvélar ganga fyrir olíum sem innihalda kolvetniskeðjur sem samanstanda af um það bil 10 til 18 kolefnisatómum. Því til samanburðar ganga bensínvélar fyrir olíum sem innihalda kolvetniskeðjur úr um það bil 5 til 10 koletnisatómum. Kolvetniskeðjur dísilolíu hafa lægri sjálfskviknunarhitastig en kolvetniskeðjur bensíns, því þurfa dísilvélar ekki kerti til að kveikja í olíunni líkt og bensínvélar þurfa.[3][4]

Dísilvélar brenna eldsneyti undir eigin þrýstingi. Ferlið fer fram þannig að eldsneyti er sprautað inn í brunarýmið með dísum eftir að lofti hefur verið þjappað saman í rýminu. Við þetta kviknar í olíunni undan þrýstingi. Ólíkt bensínvélum, sem að blanda bensín og lofti saman áður en að kveikt er í eldsneytinu. Dísilvélin þarf því ekki kerti til þess að kveikja í eldsneytinu. Til að fá kveikihraðan sem mestan er díselolíunni dælt inn í brunaholið undir háum þrýstingi. Því hærri þrýstingur, því betra niðurbrot á úðanum og styttist þá brunatíminn. (aukin snerpa) Til að auka afkastagetu dísilvéla eru oftast settar forþjöppur á þær sem þjappa saman og kæla loft til þess að gera það þéttara áður en það fer í brunahólf vélarinnar.

Dísilvélar eru oftast notaðar í skipum og vinnutækjum en finnast ennþá í mörgum bílum. Vegna útblásturs dísilvéla og aðra brunuhreyfla er áætlað að banna nýskráningu á bensín og dísil bílum á Íslandi árið 2030. [5] Rudolf Diesel sem fann upp dísilmótorinn er talinn hafa fyrirfarið sér í Norður-sjó á leið sinni frá Antwerp, Belgíu til London, Englands um borð í SS Dresden. Diesel hafði fengið sér að borða að kvöldi 29. September 1913 og ætlað að fara í rúm sitt um kl 10 um kvöldið. Diesel sást aldrei aftur á lífi eftir þetta og voru engin ummerki að hann hafði farið að sofa í rúmi sínu. Hollenskur bátur fann lík hans 10 dögum seinna en var óþekkjanlegt, hollensku sjómennirnir tóku muni og vösum hans. 13. október bar sonur Rudolfs Diesels kennsl á munina. Ekki er staðfest að Diesel hafi fyrirfarið sér en vikunni eftir að hann hvarf opnaði kona hans tösku á heimili þeirra sem innihélt 20.000 þýsk mörk (15 milljónir ISK í dag). Talið er að Diesel hafi fyrirfarið sér í þeirri trú að hann hafi mistekist og að hönnun hans að dísilvél væru mistök. Dísilmótorinn þróaðist hratt á árunum eftir andlát Diesels. [6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Carl-Heinz Vogler: Unimog 406 – Typengeschichte und Technik. Geramond, München 2016, ISBN 978-3-86245-576-8. p. 34.
  2. „Rudolf Christian Karl Diesel“ (2009).
  3. Moore, Stanitski og Jurs. (2008).
  4. „Energy Information Administration“.
  5. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/10/stefna_ad_bensin_og_disilbilabanni/
  6. https://www.britannica.com/biography/Rudolf-Diesel
  • Moore John W., Conrad L. Stanitski og Peter C. Jurs. (2008). Chemistry: The Molecular Science (Thomson, Brooks Cole).
  • „Rudolf Christian Karl Diesel“ (2009), Britannica Online (Sótt 9. apríl 2009).








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/D%C3%ADsilv%C3%A9l

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy