Héla
Útlit
Héla er þunnir ískristallar sem líkjast hreistri, nálum eða fjöðrum. Héla myndast beint úr raka loftsins við kælingu, einkum vegna útgeislunar, en getur einnig myndast af dögg sem hefur frosið. Héla sem sest á gluggrúður myndar oft falleg munstur og nefnist þá frostrósir. Gluggar geta einnig verið loðnir af hélu.