Content-Length: 86347 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Hef%C3%B0bundin_k%C3%ADnversk_t%C3%A1kn

Hefðbundin kínversk tákn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Hefðbundin kínversk tákn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hefðbundin kínversk tákn (繁体字,pinyin: fántǐzi) eða hefðbundin kínverska (繁体中文, pinyin: fántǐ zhōngwén) eru kínversk tákn sem eru eldri að gerð en einfaldaða gerðin. Táknin eru mest notuð í Taívan og Hong Kong ásamt vissum kínverskum fjölmiðlum erlendis. Hefðbundnu táknin voru lögð niður í meginlandinu og einfölduðu táknin tekin í gildi eftir að kínverskir kommúnistar komust til valda um 1950. Til aðgreiningar frá einfölduðum táknum þá þarf að skrifa hefðbundnu táknin með fleiri strokum heldur en þau einföldu. Ekki eru öll hefðbundnu táknin frábrugðin þeim einfölduðu, mörg þeirra eru eins. Einfölduðu formin á þessum táknum hafa þó verið í notkun frá árdögum kínverskunar sem auðveldari útgáfur af "formlegu" táknunum. Einfölduðu táknin voru notuð í skrautskrift og bókhald en þau hefðbundnu notuð í allt sem þurfti að vera vel læsilegt og ótvírætt.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Hef%C3%B0bundin_k%C3%ADnversk_t%C3%A1kn

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy