Kvikmyndahús
Kvikmyndahús er bygging þar sem fram fer sýning kvikmynda sem varpað er á sýningartjald í sýningarsal.
Kvikmyndahús á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndasýning sem fór fram á Íslandi var í Góðtemplarahúsinu á Akureyri 27. júní 1903 en fyrsta eiginlega kvikmyndahúsið sem sýndi reglulega kvikmyndir um lengri tíma var Fjalakötturinn í Aðalstræti þar sem Reykjavíkur Biograftheater (síðar Gamla bíó) hóf sýningar 2. nóvember 1906 og sýndi þar til ársins 1927 þegar það flutti í nýtt húsnæði við Ingólfsstræti þar sem Íslenska óperan er núna til húsa. Nýja bíó var stofnað 1912 og sýndi í sal hjá Hótel Íslandi til 1920 þegar það flutti í nýtt húsnæði við Austurstræti. Fyrsta fjölsala kvikmyndahúsið á Íslandi var Regnboginn sem opnaði 1980.
1980 | 1981 | 1982 | 1983 | 1984 | 1985 | 1986 | 1987 | 1988 | 1989 | 1990 | 1991 | 1992 | 1993 | 1994 | 1995 | 1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
15 | 23 | 40 | 80 | 90 | 130 | 140 | 238 | 300 | 387 | 400 | 450 | 500 | 500 | 550 | 550 | 550 | 588 | 650 | 650 | 700 | 800 | 800 | 800 | 800 | 800 | 800 | 900 | 1000 |