Content-Length: 69023 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Lucius_Cornelius_Cinna

Lucius Cornelius Cinna - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Lucius Cornelius Cinna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynt slegin á ræðismannstíma Cinna

Lucius Cornelius Cinna (dáinn 84 f.Kr.) var rómverskur stjórmálamaður og herforingi. Cinna var kjörinn ræðismaður fjórum sinnum, fjögur ár í röð, á árunum 87 – 84 f.Kr. Á fyrsta ræðismannsárinu sínu sakaði hinn ræðismaðurinn, Gnæus Octavíus sem var stuðningsmaður Súlla, hann um einræðistilburði og lét gera hann útlægan frá Rómaborg. Cinna safnaði þá herliði á Ítalíu, hélt til borgarinnar og tók aftur völdin með aðstoð Maríusar. Saman stóðu þeir Maríus svo fyrir pólitískum hreinsunum í Róm, þó Maríus hafi reyndar verið aðalhvatamaðurinn að þeim. Árið 86 f.Kr. voru Cinna og Maríus kjörnir ræðismenn en 17 dögum eftir að kjörtímabil þeirra hófst lést Maríus og var Cinna þá valdamesti maðurinn í Róm. Á árunum sem Cinna var ræðismaður var Súlla að berjast gegn Míþrídatesi konungi í Pontus og þegar þeim átökum lauk hélt Súlla aftur til Rómaborgar. Cinna óttaðist endurkomu Súlla þar sem Maríus og Súlla höfðu verið bitrir óvinir og Cinna hafði verið stuðningsmaður Maríusar. Cinna safnaði herliði og ætlaði að mæta honum á Balkanskaganum. Hermennirnir voru ekki áfjáðir í að mæta öðrum rómverskum her, sérstaklega þar sem þá yrði líklega lítið um ránsfeng, og áður en herirnir mættust var Cinna drepinn af sínum eigin hermönnum.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Lucius_Cornelius_Cinna

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy