Content-Length: 108039 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/MDMA

MDMA - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

MDMA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MDMA (3,4-metýlendíoxýmetamfetamín), best þekkt undir nöfnunum alsæla, Molly eða e-pilla, er tilbúið fenetýlamín sem orkar á heilann á þann hátt að ýta snögglega undir framleiðslu á serótóníni, norepinefrín og dópamín, og einnig sem endurupptökuhemill, Það veldur skynjunaráhrifum hjá neytandanum, til dæmis einlægni, sæluvímu og góðri tilfinningu. Sumir neytendur finna fyrir meiri snertiáhrifum sem að gerir snertingu almennt ánægjulegri. Þrátt fyrir almennar sögusagnir um annað, hefur lyfið ekki almenn kynorkuaukandi áhrif. Sökum hæfni lyfsins til að hjálpa við að draga úr hræðslu við sjálfskoðun hefur það reynst nytsamlegt í ýmisskonar meðferðartilgangi, þá sérstaklega áfallaröskun, en er ekki viðurkennt sem lyf.

Það hafa orðið til nokkur dauðsföll í notkun MDMA, þá sérstaklega vegna ofurhita og serótónín heilkennis. Brátt vökvatap getur verið áhætta hjá sumum sem að eru líkamlega virkir á meðan áhrifum stendur og þeim sem gleyma að drekka vatn, því að lyfir getur hulið venjulega skynjun á þreytu eða þorsta. Hið mótstæða getur líka komið fyrir, þegar notandinn drekkur of mikið vatn sem að getur valdið natríumskorti (saltskorti í blóði), Mesta hættan stendur samt að því að önnur lyf geta verið blönduð saman við (svo sem PMA, DXM eða amfetamín) Langtímaáhrif lyfisins eru ekki vel þekkt og sitja undir miklum ágreiningi.

MDMA er þekkt undir ýmsum götunöfnum, eins og adam, "Molly", "mandy", alsæla, e-pilla, ella, e, Kúla, cap, XTC, M&M eða smartís.

Efnið er algengast í tofluformi en svo er því einnig dreift í kristal eða duftformi


MDMA
Efnaheiti 3,4-Metýlendíoxýmetamfetamín eða
1-(benzó[d][1,3]díoxól-5-yl)-N-metýlprópan-2-amín
Efnasamsetning C11H15NO2
Mólmassi 193.25 g/mól
Bræðslumark 148 - 153 °C (saltsýra)
Efnasamsetning MDMA

Sótt var um einkaleyfi á MDMA aðfangadag jóla 1914 af þýska lyfjafyrirtækinu Merck, tveimur árum eftir að það var fyrst búið til. Á þeim tíma var Merck á kerfisbundinn hátt að búa til og sækja um einkaleyfi á ýmsum lyfjasamböndum sem að hægt væri að nýta í læknisfræðilegum tilgangi, og sökum þess lá MDMA gleymt í áraraðir.

Þrátt fyrir orðróm um annað, var MDMA aldrei notað til að bæla matarlyst né sem örvandi efni handa hermönnum á stríðstímum. Samt sem áður stundaði Bandaríski herinn rannsóknir á banvænum skömmtum lyfsins á miðjum sjötta áratugnum. Því var gefið nafnið EA-1475. Niðurstöður þessara rannsókna komu ekki fyrir almannasjónir fyrr en árið 1969. MDMA var fyrst kynnt fyrir almenningi af Dr. Alexander Shulgin, á sjöunda áratugnum, sem að ráðlagði notkun þess við meðferðir og kallaði það „glugga“ (hann uppgötvaði það þegar hann var að leita að efnum með svipuð ofskynjunaráhrif og önnur efni sem að unnin voru úr múskati). Það var notað í meðferðarlegum tilgangi af bandarískum sállæknum (þá sérstaklega á vesturströndinni) vegna einlægnisáhrifa þess þangað til að það var gert ólöglegt árið 1985.

Lyfið var fyrst þekkt á íslandi í kringum 1992, þegar fyrsta eintakið var gert upptækt af lögreglunni, og jókst fyrst í vinsældum meðal áhugamanna danstónlistar, þá aðallega innan reifmenningarinnar, en síðan barst notkun þess meira á meðal almennings. Eitthvað virðist hafa dregið úr vinsældum þess síðar.

Framboð og neysla

[breyta | breyta frumkóða]

MDMA er yfirleitt tekið í töfluformi. Töflurnar eru til í mörgum „tegundum“, yfirleitt merktar með tákni á töflunni sjálfri. Þessar tegundir hafa yfirleitt lítið að gera með innihaldið því að hver sem er getur framleitt töflur með sama tákni og aðrar þekktar tegundir.

Töflur seldar ólöglega, innihalda ekki alltaf eingöngu hreint MDMA. Töflur á svarta markaðinum hafa stundum fundist innihalda skyld efni líkt og MDEA, MDA og MBDB, og stundum algerlega óskild geðvirk efni eins og amfetamín, DXM, efedrín, PMA, koffín, ketamín og önnur.

Þó að ofskömmtun af MDMA sé sjaldgæf, þá eru (stundum lífshættuleg) viðbrögð við áðurnefndum bætiefnum vel þekkt. MDMA virðist vera eitt af algengustu blönduðu efnum á götunni í dag. Hins vegar virðist það vera ólíklegra að það komi blandað frekar en að það hafi einfaldlega verið skipt út fyrir önnur efni sem að síðan eru seld sem MDMA.

Þrátt fyrir að nákvæm greining á Alsælutöflum þarfnast þróaðra rannsóknarstofutækja eins og gasgreiningartækis, er hægt að nota ónákvæmara próf sem að mælir lýting (alkaloid), svokölluð „Marquis svörun“.

Taugafræðileg áhrif

[breyta | breyta frumkóða]

Serótónín er eitt af efnasamböndunum í líkamanum sem að ábyrgt fyrir hugarástandi og geðþótta. Það er talið að MDMA valdi því að serótónínbirgðir í heilanum dembi stórum skömmtum af seratóníni inn í taugamót heilans. Við þessa miklu losun serótóníns kemur sæluvíma lyfsins fram. Auk þess, eykur MDMA magn dópamíns og noradrenalíns.

Fyrir utan hættu sem stafar af óhreinum efnum eru aðaláhættur neyslu Alsælu ofnæmisáhrif, sem eru mjög sjaldgæf, og vökvatap. Eins og mörg amfetamínskyld efni getur MDMA falið líkamleg viðbrogð við þorsta og þreytu, sérstaklega ef að notandi er dansandi eða að öðru leiti líkamlega virkur í langan tíma án þess að neyta vatns. Í kyrrsetumeðferð eru tíðni vökvataps ekki mælanleg. Sérfræðingar ráðleggja reglubundnum notendum, í líkamlega virku félagslegu umhverfi, að vera meðvitaðir um vatnsneyslu sína. Enda þótt vökvatap sé óæskilegt, þá er lítill hópur notenda áhyggjufullur yfir ofdrykkju vatns og natríumlækkun í blóði sem getur valdið heilabólgu. Það er þetta sem að olli dauða breska táningsins Leah Betts, sem er eitt fyrsta vel þekkta dauðsfallið tengt notkun MDMA.

Kerfisbundin áhrif

[breyta | breyta frumkóða]

Önnur áhrif fela í sér:

  • Stækkun sjáaldra sem að eykur ljósnæmi og litarskyni.
  • Samankrepping á kjálkum eða tannagnístur.
  • Skakandi sjón.
  • Almennt eirðarleysi
  • Tap á matarlyst/bragði
  • Tap á einbeitni
  • Dofa
  • Sveittum höndum/lófum

Langtímaáhrif

[breyta | breyta frumkóða]

Langtímaáhrif eru ennþá frekar óþekkt og mikið umrædd meðal vísindamanna. Sumar tilraunir benda til að langvarandi neysla í stórum skömmtum geti valdið skemmdum á serótónínfrumum í heilanum, hugsanlega í gegnum upptöku dópamíns inn í serótónínfrumurnar, þar sem að það breytist við efnaskipti í vetnisperoxíð, sem að veldur tæringarskemmdum á innviði frumunar.

Þessi áhrif hafa sést í rottuheilum, þar sem að serótónínfrumur dýra sem að gefin hafa verið mjög stórir skammtar af MDMA, yfirleitt einum eða tveimur stærðargráðum meira en venjulegur mannlegur skammtur, hafa yfir langvarandi tíma visnað og orðið gagnslausar. Það hefur stutt undir þessa tilgátu að þegar gefin eru lyf sem að hafa sérhæfð áhrif á endurupptökuhemil seratóníns (þau bindast við endurupptökuop seratónínfrumna og þar af leiðandi loka fyrir aðgöngu dópamíns, og alls annars, inn í frumuna), með eða rétt á eftir MDMA, virðist það algerlega koma í veg fyrir skemmdir á þessum frumum í rottum sem að gefnar höfðu verið MDMA.

Af þessum ástæðum taka margir notendur þannig lyf á meðan, og rétt eftir að hafa tekið, MDMA til að reyna að koma í veg fyrir taugaskemmdir. Þessi lyf eru yfirleitt geðdeyfðarlyf eins og Prozac eða Zoloft. Það má benda á, samt sem áður, að notkun MDMA saman við annan flokk geðdeyfilyfja, þá sérstaklega mónóamínoxídasahemla (td. Aurorix eða Rimarix), er stranglega óráðlegt vegna hættu á serótónínveiki.

Það er líka til tilraunagögn sem að benda á að langtíma neytendur alsælu eigi við minnisvandamál að stríða. Hvort sem áður, eru svoleiðis rannsóknir bundnar ákveðnum vandamálum sökum þess að notendur alsælu eru líklegir til að taka önnur vímuefni með alsælunni. Þetta veldur erfiðleikum við að sýna fram á afdráttarlausan orsakavald fyrir þessu vandamáli.

MDMA og lögvaldið

[breyta | breyta frumkóða]

MDMA var formlega sett í hóp ólöglegra fíkniefna á íslandi árið 1986 með viðbótum nr. 016/1986 við reglugerðum um ávana- og fíkniefni [1].

Kaup og sala á MDMA á Íslandi varða sektum eða fangelsi allt að 6 árum skamkvæmt V. kafla. 13. grein sömu reglugerðar, ásamt III. kafla almennra hegningalaga.

Öryggi og velferð

[breyta | breyta frumkóða]

Ólögleg staða lyfsins í mörgum löndum veldur miklum erfiðleikum í rannsókn áhrifa þess. Sum áhrif sem að kennd eru við alsælu, en eru ekki afdráttarlaus, eru eftirtalin:

  • Vegna ólöglegar stöðu, getur stærð skammts eða hreinleiki töflu verið meiri en óskast eða taflan verið hættuleg til neyslu.
  • Alsæla hefur áhrif á stjórnun á kerfum líkamans. Stanslaus dans án hlés eða án vatnsneyslu, getur valdið ofhitun og vatnsskorti. Of mikil drykkja á vatni án saltneyslu getur valdið natríumskorti þar af leiðandi heilabólgu.
  • Notkun alsælu getur ýtt undir þunglyndi og veldur tímabundnu þunglyndi sem eftirköst af neyslu.
  • Notkun alsælu ásamt annarra lyfja getur verið mjög hættuleg.
  • Vegna þess að lyfið breytir skynjun, einbeitingu og samhæfingu, er hættulegt að nota ökutæki meðan á notkun stendur.
  • Langtíma eftirköst eru stórlega aukin við tíða neyslu og stórum skömmtum.
  • Lítill hluti notenda getur verið mjög viðkvæmur fyrir neyslu MDMA; þetta getur valdi neyslu í fyrsta skipti mjög hættulega. Þessi hópur inniheldur, en er ekki sérstaklega bundinn við, fólk með hjartagalla og fólk sem að vantar hvata sem að brjóta niður lyfið.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/MDMA

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy