Content-Length: 93961 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Munabl%C3%B3ms%C3%A6tt

Munablómsætt - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Munablómsætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Munablómsætt
Gleym-mér-ei í blóma.
Gleym-mér-ei í blóma.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Munablómabálkur (Boraginales)
Ætt: Munablómsætt (Boraginaceae)
Ættkvíslir

146 talsins.

Munablómsætt[1] (latína: Boraginaceae) eða munablómaætt[1] er ætt blómplantna. Ættin inniheldur að mestu jurtkenndar tegundir sem lifa í Evrópu og Asíu, sérstaklega umhverfis Miðjarðarhafið.[2]

Laufin, stönglar og blómskipan eru yfirleitt loðin. Laufin eru stakstæð, heilrend og án axlarblaða.[2]

Blómin myndast saman í blómskipan þar sem neðstu blómin opnast fyrst. Bikarblöð eru fimm, ýmist laus eða samvaxin að hluta, og fimm krónublöð. Blómin eru yfirleitt tvíkynja eða stundum kvenkyns. Fræflar eru fimm og eru að hluta samvaxnir krónublöðunum. Blómin eru yfirstæð. Aldinið er ýmist fjórar hnotur eða eitt steinaldin. Algengasti blómlitur er blár en bleik, fjólublá, hvít og gul blóm þekkjast innan ættarinnar.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Líforðasafn - Orðabanki Íslenskrar málstöðvar. Sótt 21.07.2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 The Seed Site (án árs). Boraginaceae - the borage family. Sótt þann 22. júlí 2019.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Munabl%C3%B3ms%C3%A6tt

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy