Content-Length: 146962 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Postulasagan

Postulasagan - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Postulasagan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brot af papýrushandriti með Postulasögunni frá um 250.

Postulasagan (koine gríska: Πράξεις Ἀποστόλων Praxeis Apostolón; latína: Actūs Apostolōrum) er fimmta bók Nýja testamentisins. Hún segir frá stofnun kirkjunnar og boðun kristni í Rómaveldi. Hún segir frá athöfnum lærisveina Krists eftir dauða hans og upprisu, í Jerúsalem og víðar.

Postulasagan og Lúkasarguðspjall eru bæði eignuð Lúkasi guðspjallamanni og eru talin vera samin um árið 80-90 e.Kr. Postulasagan er framhald Lúkasarguðspjalls og segir frá uppstigningunni, komu heilags anda á hvítasunnu og þróun kirkjunnar í Jerúsalem. Í fyrstu taka Gyðingar kristni vel, en snúast síðan gegn fylgjendum hennar. Páll postuli snýr sér því að boðun trúarinnar meðal heiðingja. Postulasögunni lýkur með fangelsun Páls í Róm.

Postulasagan svarar því af hverju kristin kirkja náði mestri útbreiðslu utan við samfélag Gyðinga og nefnir þá ástæðu að þeir hafi hafnað því að viðurkenna Jesús frá Nasaret sem messías. Flestum ræðunum í Postulasögunni er beint til Gyðinga og má þannig líta á hana sem eins konar varnarrit.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Postulasagan

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy