Content-Length: 67261 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%B6kfr%C3%A6%C3%B0ileg_eindahyggja

Rökfræðileg eindahyggja - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Rökfræðileg eindahyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rökfræðileg eindahyggja eða rökeindahyggja er heimspekileg kenning sem á rætur að rekja til þróunar rökgreiningarheimspekinar snemma á 20. öld. Helstu málsvarar hennar voru breski heimspekingurinn Bertrand Russell, austurríski heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein og þýski heimspekingurinn Rudolf Carnap.

Samkvæmt kenningunni er grunneining heimsins staðreyndir. Wittgenstein hélt rökeindahyggjunni fram í Rökfræðilegri ritgerð um heimspeki en snerist hugur og hafnaðu henni í ritinu Rannsóknir í heimspeki.

Nafn kenningarinnar varð til árið 1918. Russell nefndi kenninguna rökfræðilega eindahyggju til aðgreiningar frá „rökfræðilegri heildarhyggju“, þ.e. þeirri skoðun að heimurinn sé slíkur að ekki sé hægt að þekkja neinn hluta hans án þess að þekkja alla heildina.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%B6kfr%C3%A6%C3%B0ileg_eindahyggja

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy