Content-Length: 101621 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Sambes%C3%AD

Sambesí - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Sambesí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viktoríufossar í Sambesífljóti.

Sambesí eða Sambesífljót er fjórða lengsta fljót í Afríku og það stærsta sem rennur í Indlandshaf. Vatnasvið þess er 1.329.965 km² að stærð, eilítið minna en helmingur vatnasviðs Nílar. Sambesí er 2.750 km langt. Það á upptök sín í Sambíu, rennur svo gegnum Angóla og síðan eftir landamærum Simbabve og Sambíu til Mósambík þar sem það rennur út í Indlandshaf.

Í Sambesí eru Viktoríufossar, eitt af stærstu vatnsföllum heims, en aðrir stórir fossar eru Chavumafossar við landamæri Sambíu og Angóla, og Ngonyefossar í vesturhluta Sambíu. Allt fljótið er einungis brúað á fjórum stöðum: við Chinyingi, Viktoríufossa, Chirundu og Tete.

Tvær aðal vatnsaflsvirkjanir í fljótinu eru Kariba stíflan og Cahora Bassa stíflan. Lokið var við Kariba stífluna 1959. Hún er 128 m há og 579 m breið. Lónið sem myndaðist er um 280 km langt og um 5400 km² að stærð. Stíflan er á landamærum Sambíu og Simbabve framleiðir um 16 hundruð mw. Cahora Bassa stíflan er neðar í fljótinu í Mósambík og lokið var við að byggja hana 1974. Hún er 171 m á hæð og lónið um 2700 km² að stærð; framleiðir um 2000 mw. Auk þessara vatnsaflsvirkjanna er tvær minni virkjanir í fljótinu. Umfang árósa Sambesí fljótsins er um helmingur af því sem þeir voru áður en stíflunar voru byggðar. Áður en stíflurnar voru byggðar var meðal lágmarksrennsli á sekúndu um 500 m³ og hámarks meðalrennsli um 6000 m³. Þetta hefur leitt til þess að í fyrsta lagi að fæða og viðkoma fiska, fugla og annarra dýra hefur raskast verulega. Í öðru lagi hefur graslendi fyrir kýr og villta grasbýta minnkað og í þriðja lagi hefur landbúnaður og fiskveiðar raskast. [1]

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Sambes%C3%AD

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy