Content-Length: 99467 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Sigr%C3%AD%C3%B0ur_Bj%C3%B6rk_Gu%C3%B0j%C3%B3nsd%C3%B3ttir

Sigríður Björk Guðjónsdóttir - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigríður Björk Guðjónsdóttir (f. 10. júlí 1969) er íslenskur lögfræðingur að mennt og núverandi ríkislögreglustjóri. Á árunum 2014 til 2020 gegndi hún embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, 2009 til 2014 gegndi hún embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, 2007 til 2008 var hún aðstoðar ríkislögreglustjóri, sýslumaður á Ísafirði 2002-2006 og skattstjóri Vestfjarða frá 1996 til 2002.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipaði Sigríði í embætti ríkislögreglustjóra þann 12. mars árið 2020. Hún tók við embættinu þann 16. mars sama ár. Hæfnisnefnd hafði metið Sigríði hæfasta umsækjandann um starfið.[1]

Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988. Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1993. Ársnám við framhaldsdeild lagadeildar í Kaupmannahafnarháskóla. Meistarapróf í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 2002. Dúx í diplóma í stjórnun úr Lögregluskóla ríkisins og Háskóla Íslands 2004. CEPOL, Top Senior Officers Course, ársnám í Evrópska lögregluskólanum 2004-2005. Diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2011. Digital Mindset námskeið  og Advanced Management Programme, AMP gráða, frá IESE Business School í New York 2018-2019. Meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2020.

Trúnaðarstörf

[breyta | breyta frumkóða]

Var í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana 2003-2004. Ein af stofnendum Sáttar, félags um sáttamiðlun 2005. Kjörin formaður Lögreglustjórafélagsins 2009-2011. Skipuð í Flugvirktarráð 2013-2014 og var formaður nefndar um endurskoðun á lögreglunámi 2014. Var varaformaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar 2019-2020 og sat í stjórn Lögreglustjórafélagsins 2019-2020. Sat í stýrihópi um landamæramálefni 2020-2022. Er ein af aðalmönnum í starfshópi um innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barn, tilnefnd af dómsmálaráðuneytinu í lok árs 2021. Hefur setið í stjórn Bjarkarhlíðar frá stofnun 2017 ásamt því að vera í stjórn Neyðarlínunnar frá 2017. Er þar að auki formaður lögregluráðs og hefur verið frá 2020.

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Aðgerðaviðurkenning Stígamóta fyrir mansalsmál 2009. Nýsköpunarviðurkenning OECD fyrir verkefni um heimilisofbeldi sem nefnist „Að halda glugganum opnum“ 2014. Hlaut viðurkenningu frá OECD fyrir verklag um heimilisofbeldi á Suðurnesjum 2015 og ári síðar viðurkenningu Kvennaathvarfsins fyrir frumkvæði og úthald í baráttunni gegn heimilisofbeldi og hvatningu til áframhaldandi góðra verka, 2016. Viðurkenning Kvenréttindafélags Íslands fyrir gott starf í þágu jafnréttis kynjanna 2017. Hlaut stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í flokki yfirstjórnenda 2021.

Aðkoma að lekamálinu

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2015 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði sem lögreglustjóri á Suðurnesjum brotið lög með því að senda Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þáverandi innanríkisráðherra, persónuupplýsingar um málefni hælisleitandans Tony Omos.[2][3]

Hatursmerki innan lögreglunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ásökuð um að sýna virka samstöðu með lögregluþjóni sem merkti sig hatursmerkjum sem samræmast ekki íslenskum lögum.[4] Hatursmerkin voru kennd við kynþáttafordóma, nýnasisma, hvítayfirburðarhyggju, ofbeldishótanir og fleira.[5][6][7][8] Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gaf út tilkynningar þess efnis að málið væri litið alvarlegum augum, en í stað þess að sækja lögregluþjónin ábyrgan fyrir meinta lögbrotið var þeim veitt starf hjá ríkislögreglustjóra.[9][10][11]

Ásakanir um kynþáttamiðaða löggæslu

[breyta | breyta frumkóða]

Sigríður Björk Guðjónsdóttir brást við ásökunum þolenda kynþáttafordóma með því að draga í efa upplifanir þolenda um hvað kynþáttafordómar væru.[12][13][14] Ásakanirnar beindust að því að 16 ára drengur hafi verið áreittur af vopnuðum lögregluþjónum tvo daga í röð þar sem hann þótti líkjast strokufanga sem leitað var að. Atvikið vakti mikla gagnrýni og leiddi til ásakana um að lögreglan stundaði kynþáttamiðaða löggæslu.[15] Sigríður neitaði að bakvið aðgerðir lögreglunnar væri að sjá kynþáttafordóma og sagði að ekki hafi verið hægt að komast hjá ofbeldinu, en útilokaði ekki að um annarskonar fordóma væri um að ræða.[16][17] Sigríður sagði ekkert vekja grunsemdir um kynþáttafordóma í þessu máli og sagði lögregluna hafa farið eftir réttum ferlum.[18]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Sigríður Björk nýr ríkislögreglustjóri“. Kjarninn. 12. mars 2020. Sótt 8. apríl 2020.
  2. „Sigríður Björk braut lög um persónuvernd“. Viðskiptablaðið. 27. febrúar 2015. Sótt 8. apríl 2020.
  3. „Sigríður Björk braut lög og var síðan skipuð lögreglustjóri“. Stundin. 27. febrúar 2015. Sótt 8. apríl 2020.
  4. „896/149 stjórnarfrumvarp: almenn hegningarlög“. Alþingi. Sótt 23. apríl 2022.
  5. León, Gregorio. „Marvel's "Punisher" Was a Hate Symbol Long Before Police Co-opted His Character“. Truthout (bandarísk enska). Sótt 23. apríl 2022.
  6. „Hate on Display™ Hate Symbols Database“. Anti-Defamation League (enska). Sótt 23. apríl 2022.
  7. „Vinland Flag“. Anti-Defamation League (enska). Sótt 23. apríl 2022.
  8. Ónafngreindur (2002). „Stormfront“.
  9. Gunnarsson, Freyr Gígja (21. október 2020). „Fánamál lögreglumanns litið alvarlegum augum“. RÚV. Sótt 23. apríl 2022.
  10. Fontaine, Andie Sophia. „Flags On Police Uniform Raise Questions; Capital Area Police Respond - Vísir“. visir.is. Sótt 23. apríl 2022.
  11. Fontaine, Andie Sophia (2. nóvember 2021). „From Iceland — Police Officer's Social Media Posts Raise Questions About Public Trust“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). Sótt 23. apríl 2022.
  12. „Vegna gagnrýni á aðgerðir lögreglu“. Lögreglan. 20. apríl 2022. Sótt 23. apríl 2022.
  13. ARNLJÓTSDÓTTIR, ÞÓRDÍS (21. apríl 2022). „Skelfilegt að þetta hafi gerst í annað sinn“. RÚV. Sótt 23. apríl 2022.
  14. Morris, Natalie (18. júní 2020). „What is 'racial gaslighting' - and why is it so damaging for people of colour?“. Metro (enska). Sótt 23. apríl 2022.
  15. Fontaine, Andie Sophia (22. apríl 2022). „From Iceland — Fugitive Found, Police Will Review Tactics, Parliament Seeks Answers“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). Sótt 23. apríl 2022.
  16. Logadóttir, Fanndís Birna. „Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni" - Vísir“. visir.is. Sótt 23. apríl 2022.
  17. „Nine Ways to Prevent Racial Profiling | Office of Justice Programs“. www.ojp.gov. Sótt 23. apríl 2022.
  18. „Lögregla gat ekki brugðist öðruvísi við - Vísir“. visir.is. Sótt 23. apríl 2022.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Sigr%C3%AD%C3%B0ur_Bj%C3%B6rk_Gu%C3%B0j%C3%B3nsd%C3%B3ttir

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy