Content-Length: 119613 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Sj%C3%A1land%C3%ADa

Sjálandía - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Sjálandía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjálandía

Sjálandía, Nýsjálenska meginlandið eða Tasmantis, er meginlandsskorpa sem nær öll er neðansjávar í Kyrrahafi austan við Ástralíu. Þetta meginland sökk eftir að það losnaði frá Ástralíu fyrir 85 til 130 milljón árum. Það eina af því sem stendur upp úr eru eyjarnar sem mynda Nýja-Sjáland, Norfolkeyju, Nýju-Kaledóníu, Eyju Howe lávarðar, Elizabeth-rif og Middleton-rif. Sjálandía hefur verið skilgreind ýmist sem örmeginland, meginlandsbrot, sokkið meginland eða meginland. Sjálandíunafnið kemur frá bandaríska haffræðingnum Bruce P. Luyendyk sem stakk upp á því árið 1995.

Talið er að fyrir 23 milljón árum hafi meginlandið allt verið neðansjávar. Enn í dag eru 93% af þeim 4.920.000 km² sem meginlandið nær yfir undir sjávarmáli. Það er meira en helmingur af Ástralíumeginlandinu að stærð.

Á Sjálandíu eru auðug fiskimið og gaslindir. Stærsta gaslindin er Maui-gaslindin við Taranaki. Leyfi til olíuleitar hafa verið gefin út fyrir svæðið sunnan við Suðureyju Nýja-Sjálands en leit hefur ekki skilað árangri.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.










ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Sj%C3%A1land%C3%ADa

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy