Content-Length: 267432 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Stokkh%C3%B3lmur

Stokkhólmur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Stokkhólmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stokkhólmur
Stockholm (sænska)
Svipmyndir
Fáni Stokkhólms
Skjaldarmerki Stokkhólms


Stokkhólmur er staðsett í Svíþjóð
Stokkhólmur
Stokkhólmur
Hnit: 59°19′46″N 18°4′7″A / 59.32944°N 18.06861°A / 59.32944; 18.06861
Land Svíþjóð
HéraðSuðurmannaland og Uppland
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriKarin Wanngård (S)
Flatarmál
 • Borg188 km2
 • Þéttbýli
381,63 km2
Hæð yfir sjávarmáli
28 m
Mannfjöldi
 (2023)
 • Borg984.748
 • Þéttleiki5.200/km2
 • Þéttbýli
2.121.000
 • Þéttleiki þéttbýlis5.600/km2
TímabeltiUTC+1 (CET)
 • SumartímiUTC+2 (CEST)
Póstnúmer
100 00-199 99
Svæðisnúmer+46-8
Vefsíðastart.stockholm
Aðalhverfi.
Borgarsvæðið.

Stokkhólmur (sænska: Stockholm) er höfuðborg Svíþjóðar og jafnframt stærsta borg landsins. Þar búa um 984.700 manns (2023) en á öllu Stokkhólmssvæðinu (Stokkhólmur og nágrannasveitafélög) búa um 2,3 milljónir íbúa.

Fyrri hluti nafnsins, Stokkhólmur, er m.a. talinn kominn af þeirri aðferð til forna að stengja (þ.e. loka) milli eyja með stokkum (trjábolum) sem hefur líkilega verið gert til að stjórna skipaferðum og geta þar með innheimt tolla. Var þá búin til skipavirki úr ydduðum trjábolum sem stóðu ógnandi upp úr, svonefnt pålspärr á sænsku. Hólmurinn í nafninu er líklega Stadsholmen, en á honum var meginhluti borgarinnar á fyrstu árhundruðum hennar. Til eru þó fleiri útskýringar á nafninu.

Elstu ritaðar heimildir um Stokkhólm eru frá árinu 1252, en í þeim er staðurinn nefndur sem mikilvæg miðstöð í verslun með járn og járnmálma.

Sagt er að Birger Jarl hafi stofnað Stokkhólm til að vernda þáverandi aðalbæ svíaveldis, Sigtuna og svæðið kringum Leginn (sæ. Mälaren) frá innrásum og sjórræningjum. Undir stjórn Magnúsar Ladulås dafnaði bærinn og varð mikilvæg verslunamiðstöð í samvinnu við hansakaupmenn. Um 1270 er Stokkhólmur nefndur í heimildum sem borg og mikilvægasti bær Svía.

Stokkhólmur verð mikilvægur hlekkur í samskiptum hinna dönsku konunga Kalmarsambandsins og Svía á 15. öld. Steinn Sture tókst með dyggum stuðningi íbúa Stokkhólms að vinna mikinn sigur á Kristjáni I, danakonungi, 14. október 1471. Sonarsonurinn, Kristján II hertók borgina 1518 og hélt henni fram til 1520. 8. nóvember 1520 stóðu hermenn danakonungs að miklu blóðbaði á öllum helstu andstæðingum Dana, en það hefur verið nefnt Stokkhólmsvígin. Þetta blóðbað hafði þó algjörlega andstæð áhrif við það sem Danir höfðu búist við, víða bar til vopnaðra átaka og leiddi það til upplausnar Kalmarsambandsins.

Áhrif og vald Stokkhólms jókst þegar Gústaf Vasa varð konungur Svíþjóðar árið 1523. Um aldamótin 1600 var íbúafjöldi kominn upp í tíu þúsund. Á 17. öld varð Svíþjóð eitt af stórveldum Evrópu og það hafði mikil áhrif á þróun Stokkhólms. Miklar hallarbyggingar eru frá þessum tíma.

Svartidauði (1713–1714 og Norðurlandaófriðurinn mikli, (1721, höfðu í för með sér tímabundna stöðnun. Þó hélt Stokkhólmur áfram að vera mikilvæg menningarborg ekki síst undir stjórn Gústaf III sem meðal annars lét bygga fyrstu óperuna.

Á fyrri hluta 19. aldar dróst enn saman efnahagslegt vægi Stokkhólms. Norrköping varð aðal verksmiðjuborg Svíþjóðar og Gautaborg varð megin hafnarborg landsins. Á seinni hluta aldarinnar snérust leikar að nokkru og Stokkhólmur varð aftur mikilvæg iðnaðar- verslunar- og stjórnsýsluborg. Íbúafjöldi jókst gífurlega, í lok 19. aldar var ekki einu sinni 40 % af íbúunum fæddir í borginni.

Stokkhólmur varð á seinni hluta 20. aldar mjög nútímaleg borg, framarlega í flokki í tækni og mjög fjölþjóðleg. Seinni hluti aldarinnar einkenndist einnig af því að flest stærri iðnfyrirtæki lögðust niður eða fluttu erlendis en í stað þeirra hafa tekið við hátækniiðnaður og þjónustugreinar.

Landlýsing

[breyta | breyta frumkóða]
Kort frá upphafi 19. aldar sem sýnir hvernig Stokkhólmur hefur byggst á fjölmörgum eyjum

Miðhluti borgarinnar er byggður á fjórtán eyjum og ströndum skerjagarðarins þar sem vatnasvæði Mälaren mætir Eystrarsaltinu. 53 brýr tengja eyjarnar.

Veðurfar í Stokkhólmi einkennist af fjórum mjög ólíkum árstíðum. Frá lokum júní fram í ágúst er Stokkhólmur með meðalhita að degi til frá 20–23 °C og 11–13 °C að næturlagi. Ársúrkoma er um 539 mm og að meðaltali er mælist úrkoma 173 daga á ári og eru 16 þeirra snjódagar. Stokkhólmur hefur um 1.800 sólartíma á ári. Mesti hiti sem mælst hefur er 36 °C árið 1811, og sá lægsti -32 °C árið 1814. Reglulegar veðurathuganir hófust í Stokkhólmi 1756.

Veðuryfirlit [1]

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
 Hæsti meðalhiti −1 −1 3 9 16 21 22 20 15 10 5 1
 Lægsti meðalhiti −5 −5 −3 1 6 11 13 13 9 5 1 −3
 Úrkoma 39 27 26 30 30 45 72 66 55 50 53 46
 Línurit hitastig í °C • mánuðarúrkoma í mm
 
 
39
 
-1
-5


 
 
27
 
-1
-5


 
 
26
 
3
-3


 
 
30
 
9
1


 
 
30
 
16
6


 
 
45
 
21
11


 
 
72
 
22
13


 
 
66
 
20
13


 
 
55
 
15
9


 
 
50
 
10
5


 
 
53
 
5
1


 
 
46
 
1
-3


Taflan byggir á mælingum á tímabilinu 1961-1990. Mælingar 1991-2008 sýna að hitasig hefur hækkað um eina gráðu miðað við fyrri mælingar [2]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „World Weather Information Service - Stockholm“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2010. Sótt 20. mars 2010.
  2. „Sveriges läns framtida klimat“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. ágúst 2010. Sótt 20. mars 2010.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Stokkh%C3%B3lmur

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy