Content-Length: 101884 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Synir_H%C3%B3rusar

Synir Hórusar - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Synir Hórusar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kanóposkrukkur

Synir Hórusar eru fjórir guðir í fornegypskum trúarbrögðum sem voru persónugervingar fjögurra kanóposkrukka sem geymdu innyfli hins látna í múmíugerð. Þeir koma upphaflega fyrir í Pýramídaritunum sem vinir konungsins sem aðstoða hann við himnaför sína. Upphaflega var Ísis, upprunaleg eiginkona Hórusar, talin móðir þeirra en hver þeirra átti sína verndargyðju.

Synir Hórusar eru:

  • Imset, með mannshöfuð, geymir lifrina og hefur verndargyðjuna Ísisi.
  • Hapi, með höfuð bavíana, geymir lungun og hefur verndargyðjuna Nefþys
  • Dúamútef, með höfuð sjakala, geymir magann og hefur verndargyðjuna Neiþ
  • Kebeksenúef, með höfuð fálka, geymir garnirnar og hefur verndargyðjuna Serket.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Synir_H%C3%B3rusar

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy