Content-Length: 115698 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/T%C3%ADm%C3%BAr

Tímúr - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Tímúr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tímúr eða Timur-i lang (tsjagataíska: تیمور - Tēmōr, "járn") (133619. febrúar 1405) var túrkmenskur herstjóri sem lagði undir sig stóra hluta Mið-Asíu og stofnaði Tímúrveldið. Stofnandi Mógúlveldisins, Babúr, var afkomandi hans.

Hann var af mongólskum hirðingjaættbálki, Barlas, sem tekið hafði upp tyrkíska tungu og siði. Hann sóttist eftir endurreisn Mongólaveldisins sem hafði brotnað upp í mörg minni ríki á 13. öld. Tímúr var líka kunnugur persneskri menningu og í flestum þeim löndum sem hann lagði undir sig var persneska stjórnsýslumál.

Hann hóf feril sinn sem leiðtogi í herförum kansins af Tsjagataí í Transoxaníu. Frá 1369 var hann emír í Samarkand sem varð síðar miðstöð veldis hans sem byggðist á yfirráðum yfir Silkiveginum. Með herförum sínum lagði hann undir sig Armeníu, Hindústan (Indlandi), Sýrlandi og Mesópótamíu.

Veldi hans leystist að miklu leyti upp eftir lát hans, en afkomendur hans ríktu áfram í Samarkand. Einn þessara afkomenda stofnaði síðar Mógúlveldið á Indlandi.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/T%C3%ADm%C3%BAr

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy