Content-Length: 81663 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Tundurdufl

Tundurdufl - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Tundurdufl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pólskt tundurdufl

Tundurdufl er sprengja sem komið er fyrir í hafi og er ætlað að granda kafbátum eða skipum. Tundurdufl eru með hvellhettur sem springa fyrir áhrif höggs, hljóðs, segulsviðs eða þrýstings, til dæmis frá skipi eða kafbáti. Tundurduflum er komið fyrir við yfirborð sjávar eða nær botninum með festum. Oft kemur þó fyrir að þau slitna upp í vondum veðrum og rekur þá stjórnlaust um höfin og upp í fjörur.

Stór tundurduflasvæði eru notuð til að verja hafnir fyrir árásum óvinaskipa. Dæmi um slíkt var t.d. mjög umfangsmikið svæði utan við Austfirði sem ætlað var að verja höfnina á Seyðisfirði gegn Þjóðverjum í Síðari heimsstyrjöldinni. Sú vörn varnaði þó einnig fiskiflotanum frá að geta stundað fiskveiðar frá flestum austfjörðunum. Flestum þessara tundurdufla var síðan eytt eftir lok styrjaldarinnar, m.a. með tundurduflaslæðurum og með því að skjóta á þau með sérstökum rifflum. En jafnvel enn í dag kemur fyrir að slík dufl rekur á land á Austurlandi eða lenda í netum fiskiskipa og þannig er því einnig varið annars staðar þar sem tundurdufl hafa verið notuð.

  • „Hvað er tundurdufl?“. Vísindavefurinn.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Tundurdufl

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy