Content-Length: 78614 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Undirforrit

Undirforrit - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Undirforrit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Undirforrit (fall, aðferð eða stefja) eru safn setninga í forritum sem eru endurnýtanlegar.

Notkun undirforrita

[breyta | breyta frumkóða]

Þau eru gagnleg ef við höfum forritsbút sem þarf að framkvæma oft. Við spörum pláss með því að geyma forritsbútinn á einum stað í minni. Forrit sem kallar á undirforrit þarf ekki að vita neitt um smáatriðin. Þetta eykur læsileika forrita.

Kóðadæmi úr C og C++

[breyta | breyta frumkóða]

Hérna er einfalt dæmi um undirforrit sem hefur eina færibreytu (tala) og skilar henni í öðru veldi með því að margfalda henni með sjálfri sér (tala * tala):

 int ferningstala (int tala)
 {
     return (tala * tala);
 }

þar sem það er skilgreint að undirforritið skili heiltölu eða int og að hún taki inn eina tölu sem er líka heiltala (þ.e. talan tala). Svo mætti kalla á þetta fall svona:

 int main()
 {
     int x, y; // Skilgreini heiltölurnar x og y
     y = 2;    // Gef y gildið 2
     x = ferningstala(y);
 }

þar sem x er gefið gildið sem kemur úr undirforritinu ferningstala() þegar talan y er sett í gegnum það, talan y hefur þarna gildið og er send í gegnum undirfallið sem margfaldar hana með sjálfri sér og því verður .

  • Kári Harðarson (2003).Undirforrit: Háskólinn í Reykjavík, Forritunarmál haustið 2003.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Undirforrit

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy