Content-Length: 80439 | pFad | https://is.wikiquote.org/wiki/Friedrich_Nietzsche

Friedrich Nietzsche - Wikivitnun Fara í innihald

Friedrich Nietzsche

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Friedrich Nietzsche

Friedrich Nietzsche (1844-1900) var þýskur heimspekingur.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Að uppgötva að ástin er endurgoldin ætti að leiða til þess að ástfanginn maður sæi elskuna sína allsgáðum augum: „Hvað? Hún er nógu lítillát til að elska jafnvel þig? Eða nógu heimsk? Eða...eða...?““
  • „Afbrotamaðurinn er oftlega ekki verknaði sínum vaxinn — hann gerir lítið úr honum og ófrægir hann.“
  • „Djöfullinn hefur gleggsta sýn á guði og þess vegna heldur hann sig svo langt frá honum — djöfullinn sem elsti vinur viskunnar.“
  • „Heimspekingur: Það er maður sem sífellt upplifir óvenjulega hluti; maður sem sér, heyrir, tortryggir, vonar og lætur sig dreyma; maður sem er jafnt lostinn af sínum eigin hugsunum sem hinum ytra heimi, því sem er undir honum og fyrir ofan hann, maður sem er skekinn af sínum eigin viðburðum og leiftrum. Ef til vill er hann sjálfur þrumuveður þungað af nýjum eldingum; örlagaþrunginn maður, og allt í kringum hann er sífellt verið að jagast og nöldra og gjamma og þvarga. Heimspekingur: Æ, vera sem oft er að flýja sjálfa sig, oft er hrædd við sjálfa sig — en of forvitinn til að koma ekki alltaf aftur til „sjálfrar sín“ [...]“
  • „Lífið er of stutt til að láta sér leiðast.“
  • „Það er forvitnilegt að guð skyldi læra grísku þegar hann ákvað að verða rithöfundur — og að hann skyldi ekki læra hana betur.“
  • „Það eru alls engin siðferðileg fyrirbæri til — heldur aðeins siðferðileg túlkun fyrirbæra [...]“
  • „Það sem gert er af ást gerist ávallt handan góðs og ills.“
  • „Manndómsþroski: það er að hafa fundið aftur alvöruna sem maður bjó yfir sem barn að leik.“
  • Þýska: Reife des Mannes: das heisst den Ernst wiedergefunden haben, den man als Kind hatte, beim Spiel.
Úr bókinni Handan góðs og ills, þýðing eftir Þröst Ásmundsson og Arthúr Björgvin Bollason.
  • „Sá sem berst við skrímsli ætti að gæta þess að hann verði ekki sjálfur skrímsli. Og ef þú horfir lengi niður í botnlaust djúp, fer djúpið líka að horfa inn í þig.“
  • Þýska: Wer mit Ungeheuern kämpft, mag zusehn, dass er nicht dabei zum Ungeheuer wird. Und wenn du lange in einen Abgrund blickst, blickt der Abgrund auch in dich hinein.
Úr bókinni Handan góðs og ills, þýðing eftir Þröst Ásmundsson og Arthúr Björgvin Bollason.

Tenglar

[breyta]








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikiquote.org/wiki/Friedrich_Nietzsche

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy