Fara í innihald

Biblían

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Tilvitnanir úr Biblíunni.

Tilvitnanir

[breyta]

Úr Gamla testamentinu

[breyta]

Fyrsta Mósebók (Genesis)

[breyta]
  • „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“
1:1
  • „Þá lét Drottinn rigna yfir Sódómu og Gómorru eldi og brennisteini frá Drottni af himni. Eyddi hann borgirnar og allt sléttlendið, ásamt þeim sem bjuggu í borgunum, og gróður jarðar. En kona Lots leit um öxl og varð að saltstólpa.“
19:24-26

Önnur Mósebók (Exodus)

[breyta]
  • „Móse sagði við Guð: „Ef ég kem til Ísraelsmanna og segi við þá: Guð feðra ykkar hefur sent mig til ykkar, og þeir spyrja mig: Hvert er nafn hans? hverju á ég þá að svara þeim?“ Guð svaraði Móse: „Ég er sá sem ég er.“ Og hann bætti við: „Svo skaltu segja við Ísraelsmenn: „Ég er“ sendi mig til ykkar.““
3:13-14
  • „Þegar faraó forhertist gegn því að sleppa okkur deyddi Drottinn alla frumburði í Egyptalandi, bæði frumburði manna og skepna. Þess vegna færi ég Drottni sem sláturfórn allt karlkyns sem fyrst opnar móðurlíf.“
13:15
  • „Þegar þú kaupir hebreskan þræl skal hann vinna sem þræll í sex ár. Á sjöunda ári skal hann halda burt sem frjáls maður án lausnargjalds.“
21:2
  • „Þegar maður selur dóttur sína sem ambátt fær hún ekki að fara frjáls ferða sinna á sama hátt og þrælar. Hafi húsbóndi hennar ætlað hana sjálfum sér en hún ekki fallið honum í geð skal hann leyfa að hún verði keypt laus. Hann hefur ekki rétt til að selja hana útlendingum því að hann hefur svikið hana. Hafi hann ætlað hana syni sínum skal hún hafa sama rétt og dætur. Taki hann sér enn eina konu má hann ekki minnka við hana mat, klæðnað eða sambúð. Veiti hann henni ekki þetta þrennt getur hún farið burt án þess að lausnargjald verði greitt.“
21:7-11
  • „Sá sem slær föður sinn eða móður skal líflátinn.“
21:15
  • „Sá sem rænir manni skal líflátinn, hvort sem hann selur hann eða maðurinn finnst í vörslu hans.“
21:16
  • „Sá sem bölvar föður sínum eða móður skal líflátinn.“
21:17

Þriðja Mósebók (Leviticus)

[breyta]
  • „Allur mör er eign Drottins. Þetta skal vera ævarandi regla hjá ykkur frá kynslóð til kynslóðar hvar sem þið búið: Þið skuluð hvorki neyta mörs né blóðs.“
3:16-17
  • „Sá maður, sem fremur hór með eiginkonu náunga síns, skal líflátinn, bæði hórkarlinn og hórkonan. Leggist maður með eiginkonu föður síns berar hann blygðun föður síns. Þau skulu bæði líflátin. Blóðsök þeirra skal koma yfir þau. Leggist maður með tengdadóttur sinni skulu bæði líflátin: Þau hafa framið blóðskömm og blóðsök þeirra skal koma yfir þau. Leggist karlmaður með karlmanni eins og þegar lagst er með konu fremja þeir báðir viðurstyggilegt athæfi. Þeir skulu báðir líflátnir. Blóðsök þeirra skal koma yfir þá. Taki maður konu og móður hennar sér fyrir eiginkonur er það blóðskömm. Hann skal brenndur í eldi ásamt konunum: Blóðskömm skal ekki eiga sér stað á meðal ykkar.“
20:10-14
  • „Einhverju sinni gekk sonur ísraelskrar konu og egypsks manns um á meðal Ísraelsmanna. Þá hófust deilur milli sonar ísraelsku konunnar og ísraelsks manns í herbúðunum. Sonur ísraelsku konunnar smánaði þá nafn Guðs og formælti og var leiddur fyrir Móse. Nafn móður hans var Selómít Díbrísdóttir af ættbálki Dans. Hann var settur í varðhald þar til Móse kvað upp úrskurð fyrir Drottin. Drottinn talaði við Móse og sagði: „Leiddu manninn, sem formælti, út fyrir herbúðirnar. Því næst skulu allir, sem til hans heyrðu, leggja hönd sína á höfuð hans, síðan skal allur söfnuðurinn grýta hann. Þá skaltu ávarpa Ísraelsmenn og segja: Hver sá sem formælir Guði sínum skal bera synd sína. Hver sem smánar nafn Drottins skal tekinn af lífi, allur söfnuðurinn skal grýta hann. Hvort sem það er aðkomumaður eða innborinn, sem smánar nafnið, skal hann deyja. Drepi maður mann skal hann tekinn af lífi. Hver sem drepur skepnu skal bæta hana: Líf fyrir líf. Þegar einhver maður veitir landa sínum áverka skal honum gert það sama og hann sjálfur gerði: Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Honum skal veittur sami áverki og hann veitti manninum. Hver sem drepur skepnu skal bæta hana en hver sem drepur mann skal tekinn af lífi. Sama réttarregla skal gilda fyrir ykkur, bæði fyrir aðkomumenn og innborna, því að ég, Drottinn, er Guð ykkar.“ Þegar Móse hafði sagt þetta við Ísraelsmenn leiddu þeir manninn, sem hafði formælt, út fyrir herbúðirnar og grýttu hann. Þannig gerðu Ísraelsmenn það sem Drottinn hafði boðið Móse.“
24:10-23
  • „Þið megið kaupa þræla og ambáttir af þjóðunum sem eru umhverfis ykkur. Þið megið einnig kaupa börn af þeim aðkomumönnum sem dveljast hjá ykkur undir vernd og eru fædd í landi ykkar. Þau verða eign ykkar og þið getið látið þau ganga í arf til barna ykkar. Þið getið ævinlega látið þau vinna sem þræla.“
25:44-46
  • „Ég mun senda yfir ykkur skelfingu, tæringu og hitasótt sem slekkur ljós augnanna og lætur lífið fjara út.“
26:16

Fjórða Mósebók (Numeri)

[breyta]
  • „Drottinn talaði til Móse og sagði: „Gefðu Ísraelsmönnum fyrirmæli um að reka úr herbúðunum alla holdsveika, alla með útferð og alla sem hafa saurgast af líki. Þið skuluð reka burt bæði karla og konur. Þið skuluð reka þau út fyrir herbúðirnar svo að þau saurgi þær ekki því að ég bý mitt á meðal Ísraelsmanna.““
5:1-3
  • „Þegar Ísraelsmenn voru í eyðimörkinni stóðu þeir einhverju sinni mann að því að safna viði á hvíldardegi. Þeir sem stóðu hann að verki leiddu hann fyrir Móse, Aron og allan söfnuðinn. Þeir settu hann í varðhald því að enn hafði ekki verið ákveðið hvað gera skyldi við hann. Þá sagði Drottinn við Móse: „Þennan mann verður að lífláta, allur söfnuðurinn skal grýta hann utan við herbúðirnar.“ Allur söfnuðurinn fór þá með hann út fyrir herbúðirnar og grýtti hann til bana eins og Drottinn hafði boðið Móse.“
15:32-36

Fimmta Mósebók (Deuteronomium)

[breyta]
  • „Hlýðið nú, Ísraelsmenn á lögin og ákvæðin sem ég kenni ykkur. Fylgið þeim svo að þið haldið lífi og komist inn í landið sem Drottinn, Guð feðra ykkar, fær ykkur til eignar. Engu megið þið bæta við það sem ég býð ykkur og engu sleppa heldur skuluð þið halda boð Drottins, Guðs ykkar, sem ég set ykkur.“
4:1-2
  • „Eigi maður þrjóskan son og ódælan sem hvorki vill hlýða föður sínum né móður og hlýðnast þeim ekki heldur þótt þau hirti hann, skulu faðir hans og móðir taka hann og færa hann fyrir öldunga borgarinnar á þingstaðinn í borgarhliðinu. Þá skulu þau segja við öldunga borgarinnar: „Þessi sonur okkar er þrjóskur og ódæll og hlýðir ekki áminningum okkar. Hann er bæði ónytjungur og svallari.“ Þá skulu allir karlmenn í borginni grýta hann til bana. Þú skalt uppræta hið illa úr þjóð þinni. Allur Ísrael skal frétta þetta svo að þeir óttist.“
21:18-21
  • „Kona skal ekki bera karlmannaklæði og karlmaður skal ekki klæðast kvenfatnaði því að hver sem það gerir er Drottni, Guði þínum, viðurstyggð.“
22:5
  • „Ef óspjölluð mey er föstnuð manni og einhver annar hittir hana í borginni og leggst með henni skuluð þið færa þau bæði að borgarhliðinu og grýta þau í hel, stúlkuna af því að hún hrópaði ekki á hjálp í borginni og manninn af því að hann spjallaði konu náunga síns.“
22:23-24

Jósúabók

[breyta]
  • „Eftir dauða Móse, þjóns Drottins, ávarpaði Drottinn Jósúa Núnsson, þjón Móse, og sagði: „Móse, þjónn minn, er dáinn. Leggðu nú af stað yfir Jórdan, þú og allt þetta fólk, og inn í landið sem ég gef þeim, Ísraelsmönnum. Ég gef ykkur hér með hvern þann blett sem þið stígið fæti á eins og ég hét Móse. Land ykkar skal ná frá eyðimörkinni og Líbanon, að fljótinu mikla, Efrat, það er allt land Hetíta. Það skal ná allt að hinu mikla hafi þar sem sólin sest. Enginn mun geta veitt þér viðnám svo lengi sem þú lifir. Ég mun vera með þér eins og ég var með Móse. Ég mun hvorki bregðast þér né yfirgefa þig.“
1:1-5

Dómarabókin

[breyta]
  • „Engill Drottins kom frá Gilgal til Bókím og mælti: „Ég leiddi ykkur út af Egyptalandi og færði ykkur í það land sem ég sór feðrum ykkar og ég sagði: Ég mun aldrei rjúfa sáttmála minn við ykkur en þið megið ekki gera sáttmála við íbúa þessa lands, heldur skuluð þið rífa niður ölturu þeirra. En þið hafið ekki hlýtt rödd minni. Hvers vegna hafið þið gert þetta? Því segi ég einnig: Ég mun ekki hrekja þá burt undan ykkur. Þeir munu verða broddar í síðum ykkar og guðir þeirra verða ykkur að tálsnöru.““
2:1-3

Rutarbók

[breyta]
  • „Drottinn, Guð Ísraels, launi þér verk þitt til fullnustu fyrst að þú ert komin til að leita verndar undir vængjum hans.“
2:12

Fyrri Samúelsbók

[breyta]
  • „Þá söfnuðust allir öldungar Ísraels saman, komu til Samúels í Rama og sögðu við hann: „Þú ert orðinn gamall og synir þínir feta ekki í fótspor þín. Þú skalt því setja okkur konung eins og allar aðrar þjóðir hafa.“ En Samúel mislíkaði að þeir sögðu: „Fáðu okkur konung sem ríki yfir okkur.“ Samúel bað því til Drottins og Drottinn svaraði honum: „Hlýddu kröfu fólksins og gerðu allt sem það biður um. Þjóðin hefur ekki hafnað þér heldur hefur hún hafnað mér sem konungi sínum. Hún er söm við sig. Allt frá þeim degi er ég leiddi þjóðina frá Egyptalandi og til þessa dags hefur hún sífellt snúið við mér baki og þjónað öðrum guðum. Eins ferst henni nú við þig. En þú skalt verða við kröfu hennar. Fyrst skaltu vara hana alvarlega við og kynna henni réttindi konungsins sem skal ríkja yfir henni.““
8:4-9

Síðari Samúelsbók

[breyta]
  • „Þegar þeir komu á þreskivöll Nakóns hnutu uxarnir. Ússa teygði sig þá til arkar Guðs og greip í hana. Þá blossaði reiði Drottins upp gegn Ússa vegna þessarar yfirsjónar og laust hann Ússa banahögg. Hann lét lífið við hliðina á örk Guðs.“
6:6-7

Fyrri konungabók

[breyta]

Dómur Salómons:

  • „Þá sagði konungur: „Önnur ykkar segir: Það er sonur minn sem er á lífi en sonur þinn sem er dáinn. En hin segir: Þin sonur er dáinn en minn er á lífi.“ Og hann hélt áfram: „Færið mér sverð.“ Þegar sverð hafði verið sótt sagði konungur: „Höggvið barnið, sem lifir, í tvennt og fáið hvorri sinn helming.“ Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konunginn því að móðurástin brann í brjósti hennar: „Æ, herra minn! Fáðu henni barnið sem lifir, láttu ekki deyða það.“ En hin sagði: „Það er best að hvorki ég né þú fáir það. Höggvið barnið í tvennt.“ Konungur svaraði og sagði: „Fáið hinni konunni barnið sem lifir og deyðið það ekki því að hún er móðir þess.“ Er allir Ísraelsmenn heyrðu um dóminn, sem konungurinn hafði kveðið upp, fylltust þeir lotningu fyrir honum því að þeir skildu að guðleg viska bjó í brjósti hans þegar hann kvað upp dóma.“
3:23-28

Síðari konungabók

[breyta]
  • „Þessu næst sendi hann [Ahasía konungur] höfuðsmann yfir fimmtíu manna herflokki ásamt liði sínu til Elía þar sem hann sat á tindi fjallsins. Höfuðsmaðurinn sagði við hann: „Guðsmaður, konungurinn skipar þér að koma niður.“ Elía svaraði og sagði við höfuðsmanninn: „Sé ég guðsmaður skal eldur koma af himni og gleypa þig og flokk þinn.“ Þegar í stað kom eldur af himni og gleypti höfuðsmanninn og flokk hans.“
1:9-10
  • „Á tuttugasta og sjöunda stjórnarári Jeróbóams Ísraelskonungs varð Asaría konungur en hann var sonur Amasía Júdakonungs. Hann var sextán ára þegar hann varð konungur og ríkti fimmtíu og tvö ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jekolja og var frá Jerúsalem. Hann gerði það sem rétt var í augum Drottins, alveg eins og Amasía, faðir hans. Fórnarhæðirnar voru þó ekki aflagðar og fólkið hélt áfram að færa sláturfórnir og reykelsisfórnir á hæðunum. Drottinn laust þá konunginn svo að hann var holdsveikur allt til dauðadags og bjó í sérstöku húsi en Jótam, sonur konungs, varð hirðstjóri og ríkti yfir þjóðinni.“
15:1-5
  • „Þessa sömu nótt fór engill Drottins út og deyddi hundrað áttatíu og fimm þúsund menn í herbúðum Assýringa. Um fótaferð morguninn eftir voru þeir allir liðin lík.“
19:35

Fyrri kroníkubók

[breyta]
  • „Benaja Jójadason sem var frá Kapseel, var hraustur maður og vann mörg afrek. Hann drap báða syni Aríels frá Móab. Eitt sinn þegar snjóaði fór hann niður í gryfju og drap þar ljón. Hann felldi einnig risavaxinn Egypta sem var fimm álnir [u.þ.b. 250cm] á hæð. Egyptinn hafði spjót í hendi, digurt sem vefjarrif. En Benaja réðst á hann með staf, reif spjótið úr hendi Egyptans og drap hann með hans eigin spjóti. Slík afrek vann Benaja Jójadason og var virtur af köppunum þremur. Hann var mikils metinn af hinum þrjátíu en jafnaðist ekki á við kappana þrjá. Davíð setti hann yfir lífvörð sinn“
11:22-25

Síðari kroníkubók

[breyta]
  • „Ef útlendingur sem ekki er af lýð þínum, Ísrael, kemur frá fjarlægu landi vegna þíns mikla nafns og sterku handar og útrétts arms þíns, ef hann kemur og biður og snýr sér í átt til þessa húss [musterisins], heyr þá á himnum þar sem þú býrð. Gerðu allt sem útlendingurinn ákallar þig um til þess að allar þjóðir jarðar játi nafn þitt. Þá munu þær sýna þér lotningu, eins og lýður þinn, Ísrael, og skilja að nafn þitt hefur verið hrópað yfir þessu húsi sem ég hef reist.“
6:32-33

Esrabók

[breyta]
  • „Svo segir Kýrus Persakonungur: Drottinn, Guð himinsins, hefur gefið mér öll konungsríki jarðar. Hann hefur sjálfur falið mér að reisa sér hús í Jerúsalem í Júda. Sérhver ykkar sem hér er af öllum lýð hans skal halda upp til Jerúsalem í Júda og vinna að byggingu húss Drottins, Guðs Ísraels. Guð hans sé með honum. Hann er sá Guð sem er í Jerúsalem. Og hvarvetna, þar sem einhver er enn aðkomumaður, eiga heimamenn að sjá honum fyrir silfri, gulli, lausafé og kvikfénaði og auk þess sjálfviljagjöfum til húss Guðs í Jerúsalem.“
1:2-4
  • „En hver sem ekki breytir í öllu eftir lögmáli Guðs þíns og lögmáli konungs skal leiddur fyrir rétt og dæmdur til dauða, útlegðar, sektar eða í fangelsi.“
7:26

Nehemíabók

[breyta]
  • „Við munum hvorki fá framandi þjóðum í landinu dætur okkar að eiginkonum né taka dætur þeirra að eiginkonum handa sonum okkar. Þegar aðrar þjóðir í landinu bjóða vörur til kaups á hvíldardegi, einkum ýmiss konar korn, munum við hvorki þiggja neitt af þeim á hvíldardegi né á öðrum heldum degi. Sjöunda hvert ár munum við ekki nýta það sem landið gefur af sér og gefa eftir hverja skuldakröfu.“
10:31-32

Esterarbók

[breyta]

Tilskipun um eyðingu Gyðinga:

  • „Þá sagði Haman við Xerxes konung: „Meðal þjóðanna hvarvetna í héruðum ríkis þíns er ein þjóð [Gyðingar] sem hefur dreifst víða og sker sig úr öllum öðrum þjóðum. Lög þessarar þjóðar eru frábrugðin lögum allra annarra þjóða, lög konungs virðir hún að vettugi. Verður ekki við það unað að konungur láti þetta óátalið. Sé það konungi þóknanlegt þarf að gefa út skriflega tilskipun um að eyða þessari þjóð. Og sjálfur skal ég greiða fjárheimtumönnunum tíu þúsund talentur silfurs sem færðar verði í sjóði konungs.“ (...) „Haltu silfrinu,“ sagði konungur við Haman, „og farðu með þessa þjóð eins og þú vilt.““
3:8-9, 11

Jobsbók

[breyta]
  • „Dag nokkurn bar svo til að synir Guðs komu og gengu fyrir Drottin og var Satan á meðal þeirra. Drottinn spurði Satan: „Hvaðan kemur þú?“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Ég hef verið á ferðalagi hingað og þangað um jörðina.“ Þá spurði Drottinn Satan: „Veittir þú athygli þjóni mínum, Job? Enginn maður á jörðinni er jafnráðvandur og réttlátur og hann. Hann óttast Guð og forðast illt.“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Er Job guðhræddur að ástæðulausu? Hefur þú ekki verndað hann, hús hans og eignir á alla lund? Þú hefur blessað störf hans og fénaður hans hefur dreift sér um landið. En réttu út hönd þína og snertu allt sem hann á, þá mun hann vissulega formæla þér upp í opið geðið.“ Drottinn sagði við Satan: „Allar eigur hans eru á þínu valdi en gegn honum sjálfum máttu ekki rétta hönd þína.“ Síðan fór Satan frá augliti Drottins“
1:6-12

Sálmarnir

[breyta]
  • „Drottinn er minn hirðir,

mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt
því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býrð mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins

bý ég langa ævi.“

23. Davíðssálmur

Orðskviðirnir

[breyta]
  • „Að óttast Drottin er upphaf þekkingar, afglöpum einum er í nöp við visku og tilsögn“
1:7

Prédikarinn

[breyta]
  • „Aumasti hégómi, segir prédikarinn, aumasti hégómi, allt er hégómi.“
1:2

Ljóðaljóðin

[breyta]
  • „Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; hún er brennandi bál, skíðlogandi eldur. Vatnsflaumur fær ekki slökkt ástina, stórfljót ekki drekkt henni, bjóði maður aleigu sína fyrir ástina uppsker hann aðeins háð.“
8:6-7

Jesaja

[breyta]

Hinn líðandi þjónn Drottins:

  • „En hann var særður vegna vorra synda, kraminn vegna vorra misgjörða. Honum var refsað svo að vér fengjum frið og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vegar sem sauðir, héldum hver sína leið en Drottinn lét synd vor allra koma niður á honum.“
53:5-6

Jeremía

[breyta]
  • „Ég veiti þér vald yfir þjóðum og ríkjum til að uppræta og rífa niður, til að eyða og umturna, til að byggja upp og gróðursetja“
1:10

Harmljóðin

[breyta]
  • „Ó, hversu einmana er nú borgin sem áður var svo mannmörg, orðin eins og ekkja, sú er voldug var meðal þjóðanna, drottningin meðal héraðanna orðin kvaðarkona.“
1:1

Esekíel

[breyta]
  • „Þegar ég leit upp sá ég hönd sem að mér var rétt og í henni var bók. Hann rakti hana í sundur fyrir mér og á hana voru rituð, bæði á framhlið hennar og bakhlið, harmakvein, andvörp og kveinstafir. Hann sagði við mig: „Mannssonur, et það sem að þér er rétt. Et þessa bók og farðu síðan og ávarpaðu Ísraelsmenn.“ Þá opnaði ég munninn og hann fékk mér bókina að eta og sagði við mig: „Mannssonur, et þessa bók og láttu hana fylla magann.“ Þá át ég hana og hún var sæt sem hunang í munni mér.“
2:9-3:3

Daníel

[breyta]
  • „Á dögum þessara konunga mun Guð himnanna magna upp ríki sem aldrei mun hrynja og ekki verða selt annarri þjóð í hendur. Það mun eyða öllum þessum ríkjum og gera þau að engu en standa sjálft að eilífu.“
2:44

Hósea

[breyta]
  • „Drottinn sagði við Hósea: „Farðu og gakktu að eiga hórkonu og eignastu hórbörn því að landið drýgir hór og hverfur frá Drottni.“ “
1:2

Jóel

[breyta]
  • „Síðar mun ég úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, gamalmenni yðar mun dreyma drauma og ungmenni yðar munu fá vitranir, jafnvel yfir þræla og ambáttir mun ég úthella anda mínum á þeim dögum. Og tákn mun ég láta verða á himni og jörð: blóð, eld og reykjarstróka. Sólin verður myrk og tunglið sem blóð áður en dagur Drottins kemur, hinn mikli og ógurlegi. En hver sem ákallar nafn Drottins verður hólpinn. Á Síonarfjalli og í Jerúsalem munu nokkrir lifa af eins og Drottinn hefur heitið. Hver sem ákallar nafn Drottins mun frelsast.“
3:1-5

Amos

[breyta]
  • „Heyrið þetta orð sem Drottinn talaði gegn yður, Ísraelsmenn, og gegn öllum þeim kynstofni sem ég leiddi út af Egyptalandi: Af öllum kynstofnum jarðar hef ég aðeins valið yður. Þess vegna kalla ég yður til ábyrgðar fyrir öll afbrot yðar.“
3:1-2

Óbadía

[breyta]
  • Dagur Drottins vofir yfir öllum þjóðum. Eins og þú breyttir við aðra, þannig verður breytt við þig. Verk þín munu koma sjálfum þér í koll.“
15. vers

Úr Nýja testamentinu

[breyta]

Mattheusarguðspjall

[breyta]
  • „Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum mun og ég afneita fyrir föður mínum á himnum.“
10:32-33
  • „Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.“
13:40-42
  • „Jesús sagði við hann: "Slíðra sverð þitt! Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla.
26:52

Kólossubréfið

[breyta]
  • „Konur, verið undirgefnar eiginmönnum ykkar eins og sómir þeim er Drottni heyra til.“
3:18

Hebreabréfið

[breyta]
  • „Því að okkar Guð er eyðandi eldur.“
12:29

Fyrsta Jóhannesarbréf

[breyta]
  • „Hver sem syndgar heyrir djöflinum til því að djöfullinn hefur syndgað frá upphafi.“
3:8

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy