Fara í innihald

Ásgeir Blöndal Magnússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásgeir Blöndal Magnússon (2. nóvember 190925. júlí 1987) var málfræðingur, forstöðumaður Orðabókar Háskólans og sá lengi um þættina Daglegt mál í Ríkisútvarpinu. Á síðari árum ævi sinnar vann hann að orðsifjaorðabók sem kom út að honum látnum.

Hann fæddist 2. nóvember árið 1909 í Arnarfirði en ólst að mestum hluta upp í Þingeyri. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1942 og cand.mag.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1946.

Ásgeir varð starfsmaður við Orðabók Háskóla Íslands, var orðabókarritstjóri 1947-1978 og var þá settur forstöðumaður verksins, orðabókarstjóri, en lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1979. Auk þess sinnti hann stundakennslu við Háskóla Íslands í gotnesku, germanskri samanburðarmálfræði og í íslenskri málfræði. Síðustu árin vann hann að samningu orðsifjabókar og lauk frágangi á henni daginn áður en hann lést.

Ásgeir var formaður Félags ungra kommúnista á sínum yngri árum, starfaði í Kommúnistaflokki Íslands og sat í miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins, og Alþýðubandalagsins. Hann sat í stjórn Bókasafns Kópavogs 1957-70 og hafði umsjón með þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu í 30 ár. Hann var gerður að heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla Íslands árið 1986, við 75 ára afmæli Háskóla Íslands en lést árið 1987.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy