Donatello
Donatello (fullt nafn Donato di Niccolò di Betto Bardi; um 1386 – 13. desember 1466) var myndhöggvari og listmálari frá Flórens á endurreisnartímanum. Hann var einn af fyrstu endurreisnarmyndhöggvurunum og stytta hans af Davíð er talin fyrsta styttan frá því í fornöld sem sýnir nakinn líkama.