Fara í innihald

Garðaríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Austurvegur)
Kort sem sýnir yfirráðasvæði norrænna manna (Garðaríki) um miðja 9. öld (rautt) og útbreiðslu slavneskra þjóða (grátt). Tyrknesk áhrif (Kasar) auðkennd með blárri línu.

Garðaríki eða Garðaveldi er gamalt norrænt nafn á þeim hluta Rússlands og Úkraínu, sem á víkingaöld var að hluta numinn af norrænum mönnum, einkum Svíum og stjórnað af þeim um tíma. Þeir lögðu einkum undir sig svæði í grennd við stærstu árnar og fljótin, allt suður að Kænugarði, og nýttu árnar sem siglingaleiðir suður til Svartahafs og jafnvel Kaspíahafs.

Stundum var notuð styttingin Garðar um Garðaríki. Einnig var oft notað nafnið Austurvegurað fara í Austurveg – (stundum Austurlönd eða Austurríki). Loks var Garðaríki stundum kallað Svíþjóð hin mikla eða Svíþjóð hin kalda (t.d. í Heimskringlu), sem vísar til þess að þetta var aðal útrásarsvæði Svía á víkingaöld. Þeir lögðu einnig undir sig landsvæði víða meðfram ströndum Eystrasalts, sem sum hver eru sænskumælandi enn í dag, t.d. í Finnlandi.

Nafnið Garðaríki er venjulega talið merkja „ríki hinna víggirtu borga“, og er sennilega dregið af röð sænsk-slavneskra borga meðfram rússnesku stóránum. Aldeigjuborg (Staraya Ladoga) var þeirra nyrst. Garður er af sömu rót og slavneska orðið grad eða gorod = „borg“ eða „virki“. Garður þýðir m.a. veggur, varnarveggur, virki, en fór síðar að vísa einnig til þess sem var innan virkisveggjanna, þ.e. borgarinnar.

Þegar Svíar fóru að sækja inn á svæðið voru þeir af innfæddum kallaðir Rus. Talið er að nafnið sé dregið af finnska nafninu á Svíþjóð (Ruotsi) eða því eistneska (Rootsi). Þróun stjórnmála leiddi síðar til þess að farið var að nota þetta nafn um Garðaríki: Rússland. Annars hafa komið fram fleiri kenningar um uppruna nafnsins Rússar.

Í fornsögunum og öðrum norrænum heimildum er Hólmgarður (Novgorod) talinn höfuðborg Garðaríkis. Aðrar borgir sem eru nefndar í fornsögunum eru Aldeigjuborg (Staraya Ladoga eða Gamla Ladoga), Kænugarður (Kyiv), Palteskja (Polotsk), Smaleskja (Smolensk), Súrsdalar (Suzdal), Móramar (Murom), og Ráðstofa (Rostov).

Lýsingarorðið gerskur var stundum notað um hluti eða menn sem komu frá Garðaríki og í seinni tíð hefur hugtakið stundum átt við um Rússland nútímans. Halldór Laxness kallar eina bók sína Gerska ævintýrið (1938), hún fjallar um Sovétríki þess tíma, séð með augum hans. (Dæmi eru um að gerskur eða girskur sé notað um þá sem koma frá Miklagarði).

Þjóðsögulegir konungar í Garðaríki

[breyta | breyta frumkóða]
  • Árni Bergmann (þýð.): Rússa sögur og Igorskviða, Rvík 2009. — Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Garðaríki“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. júlí 2009.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy