Fara í innihald

Sterar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Steri)
Testósterón er karlhormón og er vefaukandi steri. Það byggist á fjórum hringjum líkt og aðrir sterar.

Sterar eru lífræn efni sem gegna hlutverki í himnu frumna og við að senda boð á milli frumna. Til eru hundruðir mismunandi stera í dýrum, plöntum, og sveppum.[1]

Grunnuppbygging stera eru 17 kolefnisfrumeindir sem mynda fjóra hringi. Með því að bæta mismunandi efnum á þessa hringi og með því að breyta oxunar ástandi fást fram mismunandi gerðir af sterum. Í dýrum eru allir sterar búnir til með því að umbreyta lanósteróli, í plöntum eru sterar búnir til með því að umbreyta hring-artenóli.[2]

Sterar í mönnum

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu flokkar stera í mönnum eru:

  • Barksterar sem framleiddir eru í nýrnahettuberkinum.[3]
    • Sykursterar draga úr bólgu, bæla ónæmiskerfið, draga úr frumuskiptingu, hafa áhrif á efnaskipti, og láta æðar dragast saman. Helstu sykursterarnir sem líkaminn framleiðir eru kortisól og kortisón. Kortisón er oft notað sem lyf til að draga úr bólgu.
    • Saltsterar stýra jafnvægi vatns, natríums og kalíums í líkamanum með því að hafa áhrif á útskilnað í nýrum. Þar með hafa þeir áhrif á magn blóðs í líkamanum og á blóðþrýsting. Helsti saltsterinn er aldósterón.
  • Kynhormón[4]
    • Prógesterón stýrir breytingum í legslímhúðinni á tíðahringnum og viðheldur þungun.
    • Estrógen stýra líka tíðahringnum og hvetja þroska kvenlegra einkenna eins og brjósta og fitusöfnunar á mjöðmum.
    • Karlhormón hvetja þroska karllegra einkenna, þau láta fóstur þróa með sér karlkynfæri og valda kynþroska hjá strákum. Karlhormón eru framleidd í eistunum í körlum, í eggjastokkunum í konum, og í nýrnahettunum. Konur hafa líka karlhormón, en mun minna er karlar. Karlhormón auka kynhvöt, láta axlir víkka, láta vöðva stækka, draga úr fitusöfnun, hvetja sæðismyndun, og valda árásargirni. Aðalkarlhormónið er testósterón. Til eru margar gerðir vefaukandi stera (anabólískra stera) sem framleiddir eru sem lyf og eru stundum misnotaðir af íþróttamönnum.
  • Kólesteról er fituefni sem gegnir nauðsynlegu hlutverki í frumuhimnunni þar sem það stýrir því hversu seig himnan er.[5]
  • Sterar með opinn hring, t.d. D-vítamín.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Lanosterol biosynthesis“. Recommendations on Biochemical & Organic Nomenclature, Symbols & Terminology. International Union Of Biochemistry And Molecular Biology.
  2. Lednicer D (2011). Steroid Chemistry at a Glance. Hoboken: Wiley. ISBN 978-0-470-66084-3.
  3. Nussey, S.; Whitehead, S. (2001). Endocrinology: An Integrated Approach. Oxford: BIOS Scientific Publishers.
  4. Thakur, MK; Paramanik, V (2009). „Role of steroid hormone coregulators in health and disease“. Hormone Research. 71 (4): 194–200. doi:10.1159/000201107. PMID 19258710.
  5. Olson RE (febrúar 1998). „Discovery of the lipoproteins, their role in fat transport and their significance as risk factors“. J. Nutr. 128 (2 Suppl): 439S–443S. doi:10.1093/jn/128.2.439S. PMID 9478044.
  6. Holick MF (desember 2004). „Sunlight and vitamin D for bone health and prevention of autoimmune diseases, cancers, and cardiovascular disease“. The American Journal of Clinical Nutrition. 80 (6 Suppl): 1678S–88S. doi:10.1093/ajcn/80.6.1678S. PMID 15585788.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
pFad - Phonifier reborn

Pfad - The Proxy pFad of © 2024 Garber Painting. All rights reserved.

Note: This service is not intended for secure transactions such as banking, social media, email, or purchasing. Use at your own risk. We assume no liability whatsoever for broken pages.


Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy