Content-Length: 160383 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Alexandre_Millerand

Alexandre Millerand - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Alexandre Millerand

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexandre Millerand
Alexandre Millerand árið 1920.
Forseti Frakklands
Í embætti
23. september 1920 – 11. júní 1924
ForsætisráðherraGeorges Leygues
Aristide Briand
Raymond Poincaré
Frédéric François-Marsal
ForveriPaul Deschanel
EftirmaðurGaston Doumergue
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
20. janúar 1920 – 23. september 1920
ForsetiRaymond Poincaré
Paul Deschanel
ForveriGeorges Clemenceau
EftirmaðurGeorges Leygues
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. febrúar 1859
París, Frakklandi
Látinn7. apríl 1943 (84 ára) Versölum, Frakklandi
StjórnmálaflokkurFranski sósíalistaflokkurinn (1902-1904)
Sjálfstæði sósíalistaflokkurinn (1907-1911)
Lýðveldissósíalistaflokkurinn (1911-1912)
Þjóðernisbandalag lýðveldissinna (1924-1927)
MakiJeanne Levayer
TrúarbrögðEfahyggja
Börn4
HáskóliParísarháskóli
StarfLögfræðingur, blaðamaður stjórnmálamaður

Alexandre Millerand (10. febrúar 1859 – 7. apríl 1943) var franskur stjórnmálamaður sem var forseti Frakklands frá 1920 til 1924 og þar áður forsætisráðherra árið 1920. Hann er þekktur fyrir að vera fyrsti sósíalistinn sem tók þátt í ríkisstjórn Frakklands en Millerand færði sig talsvert til hægri á ráðherraferli sínum.

Þegar Paul Deschanel forseti sagði af sér af heilsufarsástæðum tók Millerand, sem var þá forsætisráðherra, við af honum og náði 695 atkvæðum af 892 í forsetakjöri á franska þinginu. Sem forseti átti Millerand í stormasömu sambandi við forsætisráðherra sína þar sem hann vildi túlka frönsku stjórnarskrána bókstaflega og fara með veruleg völd sem þjóðhöfðingi Frakklands. Millerand átti sér í lagi í deilum við Aristide Briand forsætisráðherra þar sem Briand vildi bæta samskipti Frakka við Þjóðverja í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar en Millerand vildi taka hart á þeim, sérstaklega þegar kom að greiðslu stríðsskaðabóta.

Millerand blandaði sér í innanríkisstjórnmál Frakklands og braut í bága við hefðbundið stjórnmálahlutleysi forsetans, sérstaklega með ræðu sem hann flutti í Évreux árið 1923 þar sem hann lýsti yfir stuðningi við fráfarandi þingmeirihluta. Vinstribandalagið sem vann þingkosningarnar árið 1924 heimtaði í kjölfarið afsögn hans en Millerand neitaði og storkaði þinginu með því að fela fjármálaráðherra fráfarandi hægristjórnar, Frédéric François-Marsal, að mynda ríkisstjórn. Þingið lýsti umsvifalaust yfir vantrausti á fyrirhugaða ríkisstjórn François-Marsal.

Þjóðernissinnaðir hægrimenn hvöttu Millerand til að fremja „valdarán“ en hann neitaði og sendi þinginu loks uppsagnarbréf sitt þann 11. júní 1924.

Tíu mánuðum síðar, í apríl 1925, var Millerand kjörinn á efri deild franska þingsins fyrir Signukjördæmi. Hann sat á þinginu til ársins 1927 en þá tapaði hann endurkjöri á þing fyrir Pierre Laval.[1] Hann settist aftur á þing sem fulltrúi Orne-kjördæmis eftir andlát fyrri fulltrúans[2] og sat þar til dauðadags. Sökum aldurs og veikinda tók Millerand ekki þátt í atkvæðagreiðslunni þann 10. júlí 1940 þar sem ákveðið var að veita Philippe Pétain neyðarvöld.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Le Petit Parisien, 10. janúar 1927.
  2. Le Petit Parisien, 31. október 1927, bls. 1.


Fyrirrennari:
Georges Clemenceau
Forsætisráðherra Frakklands
(20. janúar 192023. september 1920)
Eftirmaður:
Georges Leygues
Fyrirrennari:
Paul Deschanel
Forseti Frakklands
(23. september 192011. júní 1924)
Eftirmaður:
Gaston Doumergue










ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Alexandre_Millerand

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy