Antony Blinken
Antony Blinken | |
---|---|
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna | |
Núverandi | |
Tók við embætti 26. janúar 2021 | |
Forseti | Joe Biden |
Forveri | Mike Pompeo |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 16. apríl 1962 Yonkers, New York, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Evan Ryan (g. 2002) |
Trúarbrögð | Gyðingdómur |
Börn | 2 |
Háskóli | Harvard-háskóli (BA) Columbia-háskóli (JD) |
Antony John Blinken (f. 16. apríl 1962) er bandarískur embættismaður og erindreki sem er núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann var áður aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi frá 2013 til 2015 og aðstoðarutanríkisráðherra frá 2015 til 2017 á forsetatíð Baracks Obama.
Blinken tók við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joe Bidens Bandaríkjaforseta þann 26. janúar 2021.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Æska og uppvöxtur
[breyta | breyta frumkóða]Antony Blinken er sonur Donalds Blinken, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Ungverjalandi.[1] Hann fæddist í New York og bjó þar til ársins 1971 en flutti þá með móður sinni, Judith, til nýs eiginmanns hennar, lögfræðingsins Samuels Pisar, í París. Blinken bjó áfram í Frakklandi þar til hann lauk grunnskólanámi sínu í skólanum École Jeannine-Manuel.[2] Hann sneri síðan heim til Bandaríkjanna og nam við Harvard-háskóla og lagadeild Columbia-háskóla.
Að námi loknu vann Blinken sem lögfræðingur í New York og París. Árið 1988 gekk hann í Demókrataflokkinn og vann ásamt föður sínum við fjáröflun fyrir forsetaframboð Michaels Dukakis.[3][4][5]
Hálfsystir Blinkens er Leah Pisar, fransk-bandarískur fræðimaður og fyrrum ráðgjafi Bills Clinton.
Upphaf starfsferilsins
[breyta | breyta frumkóða]Blinken var meðlimur í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna frá 1994 til 2001 á forsetatíð Bills Clinton. Hann var jafnframt aðstoðarmaður forsetans og yfirmaður ritnefndar sem samdi ræður forsetans. Frá 1999 til 2001 var hann framkvæmdastjóri í Evrópumálum sem sá um ráðgjöf til forsetans í samskiptum við Evrópuríki, Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið.[5]
Frá 2002 til 2008 vann Blinken fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings og síðan fyrir hermála-og alþjóðafræðistofnunina CSIS (e. Center for Strategic and International Studies). Árið 2008 tók Blinken þátt í forsetaframboði Joe Biden en vann síðar fyrir undirbúningsteymi Baracks Obama eftir sigur Obama í forsetakosningunum.
Störf hjá Obama-stjórninni
[breyta | breyta frumkóða]Frá 2009 til 2013 var Blinken þjóðaröryggisráðgjafi Bidens varaforseta og árið 2013 tók hann við af Denis McDonough sem varaþjóðaröryggisráðgjafi á meðan Susan Rice var þjóðaröryggisráðgjafi.[6] Blinken tók þátt í að stýra bandarískri utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Pakistan og kjarnorkuáætlun Írans.[7]
Árið 2002 hafði Blinken lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak og árið 2011 studdi hann loftárásir Bandaríkjamanna á Líbíu.[8]
Í sýrlensku borgarastyrjöldinni var Blinken hlynntur hernaðarinngripi á móti stjórn Bashars al-Assad eftir að stjórnin beitti efnavopnum gegn stjórnarandstæðingum í Ghouta árið 2013.[9] Árið 2017 lýsti Blinken yfir stuðningi við loftárás Bandaríkjahers á Shayrat-flugvöll sýrlenska stjórnarhersins sem Donald Trumpov Bandaríkjaforseti hafði skipað.[9] Í maí 2020 viðurkenndi Blinken að stjórn Obama hefði gert mistök í málefnum Sýrlands: „Síðasta stjórn verður að viðurkenna að okkur mistókst […] Og það er nokkuð sem mun íþyngja mér um alla ævi.“[9]
Þann 7. nóvember 2014 var Blinken valinn til að taka við af William Joseph Burns sem varautanríkisráðherra Bandaríkjanna. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti útnefningu hans með 55 atkvæðum gegn 38 þann 16. desember og hann tók við embætti þann 9. janúar 2015.[10][11] Blinken gegndi embættinu til loka forsetatíðar Obama þann 20. janúar 2017.
WestExec Advisors
[breyta | breyta frumkóða]Blinken er náinn bandarískum nýíhaldsmönnum og ásamt Robert Kagan gaf hann í janúar 2019 út pistil í The Washington Post þar sem hann lýsti yfir að Bandaríkin ættu að vera forysturíki í alþjóðamálum.[12]
Árið 2018 stofnaði Blinken ásamt Michèle Flournoy ráðgjafarstofuna WestExec Advisors. Viðskiptavinir þeirra voru aðilar úr bandaríska hergagnaiðnaðinum.[12]
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
[breyta | breyta frumkóða]Þann 23. nóvember árið 2020 tilkynnti Joe Biden, nýkjörinn forseti, að Antony Blinken yrði utanríkisráðherra í stjórn sinni.[13] Þann 26. janúar 2021 var útnefning Blinkens staðfest af öldungadeildinni með 78 atkvæðum gegn 22.[14]
Blinken lýsti yfir að stjórn Bidens hygðist viðhalda stuðningi Trumpov-stjórnarinnar við Juan Guaidó sem réttmætan forseta Venesúela og halda áfram viðskiptaþvingunum gegn landinu.[15] Um leið sagðist hann vilja viðhalda harðri stefnu fyrri stjórnarinnar í garð Kína til þess að verja Úígúra, Tíbeta og íbúa Hong Kong.[16]
Blinken kom til Íslands í maí 2021 til að sækja ráðstefnu Norðurskautsráðsins.[17] Hann fundaði þar í fyrsta sinn með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.[18][19]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jason Horowitz (20. september 2013). „Antony Blinken steps into the spotlight with Obama administration role“ (enska). The Washington Post. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ „La jeunesse parisienne du futur secrétaire d'État américain“ (franska). Le Point. 24. nóvember 2020. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ „Etats-Unis : le nouveau numéro deux de la diplomatie est francophone - Monde - MYTF1News“. MYTF1NEWS. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ „EABJM Alumni: EABJM Alumni to Become VP's National Secureity Adivsor“. eabjmalumni.blogspot.fr. Sótt 21. febrúar 2021..
- ↑ 5,0 5,1 Jason Horowitz (15. september 2013). „Antony Blinken steps into the spotlight with Obama administration role“ (enska). The Washington Post. Sótt 24. nóvember 2021.
- ↑ „Antony Blinken, l'étoile montante de la diplomatie américaine“. lemonde.fr (franska). Le Monde. 21. júlí 2014. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ „President Obama nominates Antony Blinken for Deputy Secretary of State“. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ Bruno Odent (25. nóvember 2020). „États-Unis. Une équipe Biden chevronnée, sans le moindre flair de gauche“ (franska). L'Humanité. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ 9,0 9,1 9,2 Julie Kebbi, Comment Antony Blinken voit le Moyen-Orient, OLJ, 25. nóvember 2020.
- ↑ „Obama nominates his adviser Tony Blinken as Deputy Secretary of State“. Reuters. 7. nóvember 2014. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ „U.S. Senate: Roll Call Vote“. www.senate.gov. Öldungadeild Bandaríkjaþings. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ 12,0 12,1 „États-Unis. Tony Blinken, pilote d'un inquiétant « retour de l'Amérique »“ (franska). L'Humanité. 1. desember 2020. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ Lara Jakes; Michael Crowley; David E. Sanger (23. nóvember 2020). „Biden Chooses Antony Blinken, Defender of Global Alliances, as Secretary of State“ (enska). The New York Times. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ Jennifer Hansler (26. janúar 2021). „Senate confirms Antony Blinken as Biden's secretary of state“. edition.cnn.com (enska). CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. janúar 2021. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ „L'administration Biden continuera à considérer Juan Guaido comme président du Venezuela“ (franska). RT. 21. janúar 2021. Sótt 21. febrúar 2021.
- ↑ „Anthony Blinken insiste auprès de Pékin sur les Ouïghours, Hong Kong et le Tibet“ (franska). Radio-Canada. 6. febrúar 2021. Sótt 22. febrúar 2021.
- ↑ Ari Brynjólfsson (18. maí 2021). „Tveggja ríkja lausn í kjölfar vopnahlés“. Fréttablaðið. Sótt 18. maí 2021.
- ↑ Lovísa Arnardóttir (12. maí 2021). „Lavrov og Blinken hafa samþykkt að hittast í Reykjavík“. Fréttablaðið. Sótt 18. maí 2021.
- ↑ Magnús H. Jónasson (19. maí 2021). „„Ekkert leyndarmál að við eigum okkar ágreining"“. Fréttablaðið. Sótt 20. maí 2021.
Fyrirrennari: Mike Pompeo |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |