Content-Length: 59286 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Biskup_%C3%8Dslands

Biskup Íslands - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Biskup Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Biskup Íslands er æðsti titill vígðs manns innan þjóðkirkjunnar.

Biskupar Íslands voru lengst af tveir, annar með aðsetur í Skálholti (frá 11. öld) og hinn á Hólum í Hjaltadal (frá 12. öld). Aðsetur biskups er kallað biskupsstóll. Þegar Skálholtsstaður eyddist að mestu í Suðurlandsskjálftanum um aldamótin 1800, var sá stóll lagður niður og Hólastóll líka og var embættisbústaður sameinaðs biskupsembættis fluttur til Reykjavíkur, árið 1801, með nýbyggða Dómkirkjuna sem embættiskirkju.

Fyrr á öldum, á meðan kirkjan réði miklum landareignum, hlunnindum og öðrum landkostum sem henni höfðu áskotnast með ýmsu móti, var embætti biskups mjög valdamikið. Í seinni tíð eru áþreifanleg völd biskups lítil. Alla tuttugustu öld voru biskupar þó áhrifamiklar raddir í samfélaginu. Deilur og hneyksli innan kirkjunnar hafa grafið undan þessum áhrifum á seinustu árum, samhliða því að hneigð þjóðarinnar til kristni og annarrar trúar hefur farið minnkandi.

Núverandi biskup Íslands er Guðrún Karls Helgudóttir. Guðrún tók við embætti 1. júlí 2024 og var vígð til embættisins 1. september það sama ár.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Biskup_%C3%8Dslands

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy