Content-Length: 60538 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Eggert_Briem

Eggert Briem - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Eggert Briem

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eggert Ólafur Briem (15. október 181111. mars 1894) var íslenskur sýslumaður á 19. öld, lengst af í Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslum.

Eggert Briem fæddist á Kjarna í Eyjafirði og var sonur Gunnlaugs Briem sýslumanns og Valgerðar Árnadóttur konu hans. Hann lauk stúdentsprófi úr Bessastaðaskóla 1831 og var síðan skrifari hjá föður sínum til 1834 og var það ár settur sýslumaður Eyjafjarðarsýslu um tíma í forföllum föður síns. Hann fór síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla og lauk lögfræðiprófi þaðan 1841.

Hann kom til Íslands að loknu prófi og starfaði hjá Hoppe stiftamtmanni í Reykjavík til 1843. Þá var hann skipaður sýslumaður í Rangárvallasýslu en var þar aðeins eitt ár því hann varð sýslumaður Ísfirðinga 1844 og var þar til 1848. Þá fékk hann Eyjafjarðarsýslu og settist að á Espihóli. Hann var þjóðfundarmaður Eyfirðinga 1851 og var settur amtmaður í norður- og austuramti 1852-1852.

Árið 1861 var Eggert skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og bjó fyrst í Viðvík, fluttist svo að Hjaltastöðum í Blönduhlíð en síðan að Reynistað og var þar allt til 1884, þegar hann lét af embætti og fluttist til Reykjavíkur.

Kona Eggerts, gift 18. ágúst 1845, var Ingibjörg Eiríksdóttir (16. september 1827 – 15. september 1890) og áttu þau nítján börn en þrettán náðu fullorðinsaldri, þar á meðal alþingismennirnir Eiríkur, Gunnlaugur, Ólafur og Páll amtmaður. Ein dóttir þeirra var Elín Briem, stofnandi Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.

Í minningargrein í Fjallkonunni er Eggert lýst þannig: „Þessi kynsæli höfðingi, faðir hinna mörgu efnisgóðu systkina, hafði jafnan á sér bezta orð sem yfirvald, jafnt fyrir röggsemi sem lipurð. Hann var því mjög vinsæll af alþýðu. Hann mun hafa verið með hinum beztu lagamönnum íslenzkum um sína daga.“

  • „Æviágrip á vef Alþingis. Skoðað 13. febrúar 2011“.
  • „Mannalát. Fjallkonan, 11. tölublað 1894“.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Eggert_Briem

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy