Content-Length: 126271 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Hubei

Hubei - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Hubei

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landakort sem sýnir legu Hubei héraðs í miðhluta Kína.
Kort sem sýnir legu Hubei héraðs í miðhluta Kína.

Hubei (kínverska: 湖北; rómönskun: Húběi) er landlukt hérað í mið-Kína. Höfuðborg héraðsins er Wuhan sem þjónar sem miðstöð samgangna, stjórnmála, menningar og efnahags Mið-Kína.

Hubei, liggur í hjarta Kína og myndar hluta af miðju vatnasvæði Jangtse fljóts (eða Bláár). Nafn héraðsins þýðir „norður af vatninu“ og vísar til stöðu þess norðan við Dongting-vatn. Fram að valdatíma hins mikla Kangxi keisara (1661–1722) Tjingveldisins (1644–1911/12) mynduðu Hubei og nágrenni þess í Hunan hérað, eitt hérað, Huguang. Þeim var síðan skipt upp og gefið núverandi nöfn, byggt á staðsetningu þeirra miðað við Dongting vatnið: Hubei, sem þýðir „norður af vatninu“; og Hunan, „suður af vatninu.“

Hubei liggur að héruðunum Henan í norðri, Anhui í austri, Jiangxi í suðaustri, Hunan í suðri, Chongqing í vestri og Shaanxi í norðvestri.

Hubei er oft kallað „land fiskar og hrísgrjóna“ (鱼米之乡). Meðal mikilvægra landbúnaðarafurða Hubei eru bómull, hrísgrjón, hveiti og te. Aðrar atvinnugreinar eru bílaframleiðsla, málmvinnsla, vélarframleiðsla, orkuöflun, vefnaður, matvæli og hátæknivörur. Auk þess eru ýmis steinefni að finna í Hubei í verulegu magni, þar á meðal bórax, vollastónít, granat, járn, fosfór, kopar, gifs, rútíl, klettasalt, gullamalgam, mangan og vanadium.

Hin mikla „Þriggja gljúfra stífla“ er staðsett við Yichang, vesturhluta Hubei. Hún er heimsins stærsta fallorkustífla með 22.500 megavatta framleiðslugetu sem svarar til 5 prósenta af rafmagnsnotkun Kína. Hún var tilbúin til notkunar árið 2009.

Íbúar Hubei héraðs eru tæplega 60 milljónir. Þar af voru íbúar Wuhan árið 2018 um 11 milljónir.











ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Hubei

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy