Content-Length: 59494 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Jonas_Alstr%C3%B6mer

Jonas Alströmer - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Jonas Alströmer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jonas Alströmer.

Jonas Alströmer (7. janúar 16852. júní 1761) var sænskur athafnamaður sem hagnaðist í Englandi og varð frumkvöðull á sviði kartöfluræktar til manneldis í Svíþjóð og einnig á sviði sauðfjárræktar þar sem hann sýndi fram á að erfðir fremur en umhverfisaðstæður hefðu mest að segja um gæði ullarinnar. Hann flutti inn vefstóla og vélar frá Englandi. Hann var einn af stofnendum Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar 1739.

Hann flutti Merinofé til Svíþjóðar frá Spáni og notaði til kynbóta til að bæta gæði ullarinnar á sauðfjárbúi hans í Alingsås í Svíþjóð. Hann menntaði líka fjárhirða til að sjá til þess að erfðaeiginleikar Merinofésins héldust í nýjum kynslóðum. Einn af þessum fjárhirðum var Jonas Botsach sem síðar fór með Friedrich Wilhelm Hastfer til Íslands og átti þar þátt í upphafi kartöfluræktar og kynbótatilraun með sauðfé á búi Skúla Magnússonar í Elliðaárdal.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Jonas_Alstr%C3%B6mer

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy