Content-Length: 91091 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Mac_OS

Macintosh stýrikerfi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Macintosh stýrikerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mac OS)

Macintosh stýrikerfi eru hópur stýrikerfa frá Apple fyrir Macintosh tölvurnar. Það var fyrst kynnt árið 1984 fyrir upprunalegu Macintosh 128K tölvuna. Fyrsta stýrikerfið er stundum kallað klassíska Mac OS.

Fyrstu útgáfur Mac OS virkuðu bara með Motorola 68000-tölvum. Þegar Apple kynnti fyrstu tölvurnar með PowerPC vélbúnaði var stýrikerfi uppfært til þess að styðja þessa nýju tegund örgjörva og annað stýrikerfið varð til.

Stýrikerfið fór í gegnum kjarnauppfærslu þegar Mac OS X (útgáfa 10) varð til, seinna nafnið stytt í OS X, og svo síðar í macOS. Oft var talað um Mac OS X sem sér stýrikerfi þ.e. samhæfni við Mac OS var ekki að fullu tryggð, en stundum er Mac OS látið ná yfir bæði kerfin. Apple reyndi strax að hanna betri stýrikerfi en þau sem þegar voru á markaðinum, flest stýrikerfi þess tíma voru tæknilega flókin, ófullkomin og frekar einhæf.

macOS (þá sem OS X) hefur verið uppfært til þess að styðja Intel x86-örgjörva, fyrst 32-bita eingöngu, síðar 64-bita, og á mörgum tímapunktum í sögunni var tvenns konar tækni studd, s.s. PowerPC og forrit frá fyrri kynslóð gerð fyrir Motorola 68000, eða 64-bita og 32-bita, en nú eru eingöngu 64-bita studd.

Apple forrit
Stýrikerfi: OS XMac OS 9
Pakkar: .MaciLifeiTunesiWorkAppleWorks
iLife: iTunesiPhotoiWebiDVDiMovieGarageBand
Áhugamannaforrit: Final Cut ExpressLogic Express
Atvinnuforrit: ApertureFinal Cut StudioLogic ProShake
Forrit sem fylgja Mac OS X: Front RowiChatPhoto BoothQuickTimeSafariTextEditCore AnimationMail
Þjónar: Apple Remote DesktopMac OS X ServerWebObjectsXsan
Hætt við: HyperCardMacDrawMac OSMacPaintMacProjectMacTerminalMacWrite
  Þessi Applegrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Mac_OS

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy