Meþódismi
Meþódismi eða meþódistahreyfingin er kristileg siðbótahreyfing meðal mótmælenda sem sækja innblástur í líf og skrif John Wesley. George Whitefield og Charles Wesley bróðir John Wesley voru einnig áhrifamiklir forustumenn hreyfingarinnar. Hreyfingin spratt upp með vakningu innan ensku kirkjunnar á 19. öld og varð sérstök aðskilin kirkja eftir dauða Wesleys. Hreyfingin breiddist út með trúboði um Breska heimsveldið og Bandaríki Norður-Ameríku og víðar. Árið 2013 voru meþódistar um 80 milljónir. Stærsta kirkja meþódisar er United Methodist Church og eru innan hennar um 14 milljónir. Meþódistasöfnuðir á Norðurlöndunum tilheyra þeirri kirkju.