Content-Length: 96857 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/N%C3%BDnorska

Nýnorska - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Nýnorska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nýnorskanorsku: nynorsk) er annað af tveimur opinberum ritunarformum norsku. Um það bil 10–15% Norðmanna hafa valið að nota þetta ritmál. Nýnorska er í eiginlegri merkingu tilbúið tungumál þar sem það er einungis ritmál og er skapað úr ýmsum mállýskum og með mikilli hliðsjón af fornnorrænu. Nýnorska er aðallega notuð í Vestur-Noregi.

Danska var eina opinbera ritmálið í Noregi fram til 1890 þegar Stórþingið (þing Norðmanna) ákvað að gera bæði nýnorsku (sem þá var kallað landsmål) og dönsku (sem þá var kallað riksmål, nú bókmál) að opinberum málaformum.

Það var hinn sjálfmenntaði málfræðingur Ivar Aasen sem fremur öðrum skapaði nýnorsku í kringum miðja 19. öld. Í takt við þjóðernisvakningu þess tíma óskaði hann sér að til væri hreinna mál og líkara bæði talmáli sveitanna og fornnorrænu en þeirri dönsku sem var eina opinbera ritmálið í Noregi á þessum tíma. Aasen ferðaðist um Noreg á áratugunum 1840–1850 til að viða að sér efni til að skapa nýtt ritmál.

Baráttan fyrir nýnorskunni var og er enn oft mjög heit og nátengd þjóðernisímynd Norðmanna. Notkun nýnorskunnar jókst stöðugt frá því hún var sköpuð fram að seinni heimsstyrjöldinni. Þá valdi um þriðjungur nemenda að nota hana í stað bókmáls.[1]Eftir það hefur hún hins vegar átt í vök að verjast.

Nýnorska kemur íslenskumælandi oft kunnuglega fyrir sjónir eins og sjá má af þessu dæmi:

  • Bókmál: Jeg kommer fra Norge. Jeg snakker norsk.
  • Nýnorska: Eg kjem frå Noreg. Eg talar norsk.
  • Íslenska: Ég kem frá Noregi. Ég tala norsku.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/N%C3%BDnorska

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy