Content-Length: 53142 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/P%C3%A1ll_Bj%C3%B6rnsson

Páll Björnsson - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Páll Björnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Páll Björnsson (162123. október 1706) var prófastur í Selárdal á Vestfjörðum. Hann var sonur Björns Magnússonar sýslumanns á Bæ á Rauðasandi og Helgu dóttur Arngríms lærða. Hann varð stúdent frá Hólaskóla 1641 og lærði við Kaupmannahafnarháskóla til 1644 þegar hann sneri aftur til Íslands.

Eftir heimkomuna var hann einn vetur skólameistari við Hólaskóla en fékk Selárdal árið eftir sem hann hélt til æviloka. Brátt varð hann einnig prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi. Hann giftist 1646 Helgu Halldórsdóttur. Hann var talinn með lærðustu mönnum á Íslandi á sínum tíma, kunni bæði grísku og hebresku, mikill ræðuskörungur og búmaður, auk þess sem hann gerði út marga smábáta og skútur.

Um áramótin 1668-1669 veiktist Helga af ókennilegum sjúkdómi og lá veik fram á sumarið. Á sama tíma kom mikill draugagangur yfir bæinn þannig að fólk þurfti að flýja staðinn um tíma. Helga benti á Jón Leifsson sem orsök vandræðanna. Hann var snarlega dæmdur fyrir galdur af Eggerti Björnssyni sýslumanni, hálfbróður Páls, og brenndur á báli. Fleiri galdramál fylgdu í kjölfarið. Selárdalsmál stóðu til 1683 og kostuðu sjö manns lífið. Síðasta brennan varð til þess að þaðan í frá voru allir líflátsdómar sendir til staðfestingar í Kaupmannahöfn, en eftir það var enginn brenndur á báli fyrir galdur.

Páll skrifaði og þýddi mikið af guðfræðiritum og skrifaði biblíuskýringar. 1674 skrifaði hann Kennimark Kölska (Character Bestiæ) sem fjallaði um djöflatrú.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/P%C3%A1ll_Bj%C3%B6rnsson

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy