Content-Length: 69212 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Pfalz

Pfalz - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Pfalz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vínekrur við Hambach-höll í Pfalz.

Pfalz er hérað í Suðvestur-Þýskalandi sem nær nokkurn veginn yfir syðsta hluta þýska sambandslandsins Rínarland-Pfalz. Héraðið er 5.451 ferkílómetrar að stærð og þar búa um 1,4 milljónir. Helstu borgir og bæir eru Ludwigshafen, Speyer, Landau, Frankenthal og Neustadt.

Pfalz var greifadæmi frá miðöldum og kjörfurstadæmi innan Heilaga rómverska ríkisins þannig að Pfalzgreifar (sem héldu hirð í Heidelberg) áttu eitt atkvæði við kjör nýs keisara. Bæverska aðalsættin Wittelsbach-ætt ríkti yfir Pfalz nær samfleytt frá 1215 til 1803. Eftir ósigur Napóleons í orrustunni um Leipzig 1813 varð Pfalz eitt af héruðum Konungsríkisins Bæjaralands og síðan hluti af Þýska keisaradæminu 1871. Eftir Síðari heimsstyrjöld var Pfalz skilið frá Bæjaralandi og sameinað við Rheinhessen og Rínarhéruðin í sambandslandinu Rínarland-Pfalz.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Pfalz

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy