Content-Length: 64438 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%A9ttarr%C3%ADki

Réttarríki - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Réttarríki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Réttarríki er hugtak í réttarheimspeki sem vísar til formlegra eiginleika sem lög verða að hafa til þess að geta þjónað þeim frumtilgangi sínum að hafa áhrif á háttsemi manna. Meðal eiginleika sem uppfylla verður til að standast almennar kröfur um réttarríki eru meðal annars að lögin séu framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn.[1] Hugtakið vísar jafnframt í víðari skilningi til þeirrar hugmyndar að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi.[2]

Skilgreiningar á réttarríki

[breyta | breyta frumkóða]

Í víðri merkingu getur hugtakið réttarríki einfaldlega vísað til þess að fólki beri að hlýða réttinum og láta hann stjórna gerðum sínum í samfélaginu. Í þrengri merkingu vísar hugtakið gjarnan til þess að ríkisvaldið sé jafnframt háð og bundið lögum og að athafnir og ákvarðanir þess verði að vera bundnar lagaheimildum.[3]

Ísraelski réttarheimspekingurinn Joseph Raz setti fram skilgreiningu á réttarríki í greininni „Réttarríkið og dyggð þess“ sem birtist í lögfræðitímaritinu The Law Quarterly Review árið 1977. Raz skilgreindi hugtakið sem svo að til að uppfylla skilyrði réttarríkis þurfi þjóðfélög að vera lögbundin og að borgarar, þar á meðal pólitískir valdhafar, verði að fylgja lögunum. Lögin sjálf verði að uppfylla ýmsa eiginleika til að geta uppfyllt þann tilgang sinn að hafa áhrif á hegðun fólks. Raz tók saman átta meginreglur sem fylgja þyrfti við gerð laga til þess að þau séu gædd þessum eiginleikum:

  1. Lögin þurfi að vera framvirk, aðgengileg og skýr,
  2. Lögin þurfi að vera tiltölulega stöðug,
  3. Setning nákvæmra og sértækra lagafyrirmæla verði að vera byggð á aðgengilegum, stöðugum, skýrum og almennum reglum,
  4. Sjálfstæði dómstóla verði að vera tryggt,
  5. Grunnreglur réttlátrar málsmeðferðar verði að virða,
  6. Dómstólarnir verði að gæta þess að aðrar meginreglurnar séu virtar,
  7. Dómstólarnir verði að vera aðgengilegir borgurunum,
  8. Mat saksóknara og lögreglu megi ekki spilla lögunum.[4]
  • Hafsteinn Þór Hauksson; Skúli Magnússon (2014). Kaflar í réttarheimspeki. Reykjavík: Bókaútgáfan Codex. ISBN 978-9979-825-84-5.
  • Skúli Magnússon (2003). Hin lagalega aðferð og réttarheimildirnar. Reykjavík: Háskólaútgáfan. ISBN 9979-54-558-5.
Tilvísanir
  1. Hin lagalega aðferð og réttarheimildirnar, bls. 86.
  2. Kaflar í réttarheimspeki, bls. 257.
  3. Garðar Gíslason (1. október 1983). „Hvað er réttarríki og hverjir eru kostir þess?“. Tímarit lögfræðinga. Sótt 29. september 2019.
  4. Kaflar í réttarheimspeki, bls. 259-261.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/R%C3%A9ttarr%C3%ADki

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy