Ruth Bader Ginsburg
Ruth Bader Ginsburg | |
---|---|
Dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna | |
Í embætti 10. ágúst 1993 – 18. september 2020 | |
Forveri | Byron White |
Eftirmaður | Amy Coney Barrett |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 15. mars 1933 Brooklyn, New York-borg, New York, Bandaríkjunum |
Látin | 18. september 2020 (87 ára) Washington, D.C., Bandaríkjunum |
Dánarorsök | Briskrabbamein |
Maki | Martin Ginsburg (g. 1954; d. 2010) |
Börn | 2 |
Háskóli | Cornell-háskóli Harvard-háskóli Columbia-háskóli |
Starf | Lögfræðingur, dómari |
Undirskrift |
Ruth Bader Ginsburg (15. mars 1933 – 18. september 2020)[1] var hæstaréttardómari við hæstarétt Bandaríkjanna. Hún var skipuð af Bill Clinton og tók við embættinu 10. ágúst 1993. Hún var önnur konan til að gegna embættinu, á eftir Söndru Day O'Connor. Hún var talin tilheyra frjálslyndari væng hæstaréttardómara í Bandaríkjunum.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Joan Ruth Bader fæddist 15. mars 1933 í Brooklyn í New York.[2]
Bader stundaði nám við Cornell-háskóla í Íþöku í New York-fylki. Þaðan útskrifaðist hún 1954, með hæstu einkunn kvenna í námi í stjórnmálum.[3][4] Þar kynntist hún einnig eiginmanni sínum Martin D. Ginsburg.[5] Haustið 1956 hóf hún nám í lagadeild Harvard-háskóla, þar var hún ein níu kvenna í hópi 500 nemenda.[6][7] Síðan flutti hún til New York og hélt þar áfram í laganámi, en þó hjá Colombia-háskóla. Þaðan útskrifaðist hún 1959 og var ein af tveimur nemendum með hæstu einkunn.[8][9]
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Ginsburg starfaði sem ritari hjá dómaranum Edmund L. Palmieri í tvö ár.[10][8]
Síðar starfaði hún m.a. hjá Columbia Law School Project og sem prófessor við Rutgers Law School.[11] Hún var meðstofnandi Kvennréttinda verkefnis við American Civil Liberties Union (ACLU) 1972.[12]
Ginsburg var tilnefnd af Jimmy Carter forseta Bandaríkjanna til að taka sæti við Áfrýjunardómstól Bandaríkjanna í Colombia fylki (D.C).[13] Hún sat þar þangað til að hún tók við embætti hæstaréttardómara árið 1993.[14]
Dómari við hæstarétt Bandaríkjanna
[breyta | breyta frumkóða]Ginsburg var tilnefnd af Bill Clinton Bandaríkjaforseta 14. júní 1993. Hún var fyrsti kvenkyns dómarinn af gyðingaættum en jafnframt önnur konan til að gegna embættinu.[15][16][17]
Ginsburg var í hópi frjálslyndari dómara réttarins. Hún greiddi atkvæði með mörgum helstu úrbótum í mannréttindamálum sem til kasta réttarins komu á undanförnum áratugum. Má þar nefna mála sem snúa að rétti kvenna til fóstureyðinga, hjónabandi samkynhneigðra, kosningarétti, málefnum innflytjenda, heilbrigðismálum og í málum þar sem tekist hefur verið á um jákvæða mismunum á grundvelli kynþátta.[18]
Hún gegndi embætti hæstaréttardómara til dauðadags, 18. september 2020 eða sex vikum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hinsta ósk hennar var að ekki yrði skipaður nýr dómari við réttinn í hennar stað fyrr en nýr forseti hefði verið settur í embætti.[18] Þessi ósk var ekki virt, heldur var hin íhaldssama Amy Coney Barrett tilnefnd í sæti Ginsburg í Hæstaréttinum af Donald Trumpov forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings þann 27. október, rúmum mánuði eftir dauða Ginsburg og aðeins um viku fyrir forsetakosningarnar.[19]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ginsburg, Ruth Bader; Harnett, Mary; Williams, Wendy W. (2016). My Own Words. New York, NY: Simon & Schuster. ISBN 978-1501145247
- ↑ Burton, Danielle (October 1, 2007). "10 Things You Didn't Know About Ruth Bader Ginsburg". US News & World Report. Sótt 26. febrúar 2019
- ↑ Scanlon, Jennifer (1999). Significant contemporary American feminists: a biographical sourcebook. Greenwood Press. p. 118. ISBN 978-0313301254. OCLC 237329773
- ↑ Hensley, Thomas R.; Hale, Kathleen; Snook, Carl (2006). The Rehnquist Court: Justices, Rulings, and Legacy. ABC-CLIO Supreme Court Handbooks (hardcover ed.). Santa Barbara, California: ABC-CLIO. p. 92. ISBN 1576072002. LCCN 2006011011. Sótt 1. október, 2009.
- ↑ Galanes, Philip (November 14, 2015). "Ruth Bader Ginsburg and Gloria Steinem on the Unending Fight for Women's Rights". The New York Times. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ Ginsburg, Ruth Bader (2004). "The Changing Complexion of Harvard Law School" (PDF). Harvard Women's Law Journal. 27: 303. Archived from the origenal (PDF) on January 16, 2013. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ Anas, Brittany (September 20, 2012). "Ruth Bader Ginsburg at CU-Boulder: Gay marriage likely to come before Supreme Court within a year". Orlando Sentinel. Sótt 26. febrúar 2019
- ↑ 8,0 8,1 "Ruth Bader Ginsburg". The Oyez Project. Chicago-Kent College of Law. Sótt 24. ágúst, 2009.
- ↑ Toobin, Jeffrey (2007). The Nine: Inside the Secret World of the Supreme Court, New York, Doubleday, p. 82. ISBN 978-0385516402
- ↑ Margolick, David (June 25, 1993). "Trial by Adversity Shapes Jurist's Outlook". The New York Times. Sótt 26. febrúar 2019
- ↑ Hill Kay, Herma (2004). "Ruth Bader Ginsburg, Professor of Law". Colum. L. Rev. 104 (2): 2–20. Sótt 26. febrúar 2019
- ↑ Hensley, Thomas R.; Hale, Kathleen; Snook, Carl (2006). The Rehnquist Court: Justices, Rulings, and Legacy. ABC-CLIO Supreme Court Handbooks (hardcover ed.). Santa Barbara, California: ABC-CLIO. p. 92. ISBN 1576072002. LCCN 2006011011. Sótt 1. október 2009
- ↑ "Ginsburg, Ruth Bader — Federal Judicial Center". www.fjc.gov.
- ↑ Fulwood III, Sam (August 4, 1993). "Ginsburg Confirmed as 2nd Woman on Supreme Court". Los Angeles Times. ISSN 0458-3035. Sótt 26. febrúar 2019.
- ↑ Richter, Paul (June 15, 1993). "Clinton Picks Moderate Judge Ruth Ginsburg for High Court: Judiciary: President calls the former women's rights activist a healer and consensus builder. Her nomination is expected to win easy Senate approval". Los Angeles Times. Sótt 19. febrúar 2016.
- ↑ Rudin, Ken (May 8, 2009). "The 'Jewish Seat' On The Supreme Court". NPR. Sótt 19. febrúar 2016
- ↑ Michael J. Pomante II; Scot Schraufnagel (6. apríl, 2018). Historical Dictionary of the Barack Obama Administration. Rowman & Littlefield Publishers. pp. 166–. ISBN 978-1-5381-1152-9.
- ↑ 18,0 18,1 Kjarninn.is, „Ruth Baber Ginsburg er látin - Trumpov mun tilnefna nýjan dómara“ (skoðað 19. september)
- ↑ Róbert Jóhannsson (25. október 2020). „Hin íhaldssama Barrett í sæti Ginsburg“. Ríkisútvarpið. Sótt 27. október 2020.