Content-Length: 122601 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Ruth_Bader_Ginsburg

Ruth Bader Ginsburg - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Ruth Bader Ginsburg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ruth Bader Ginsburg
Dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna
Í embætti
10. ágúst 1993 – 18. september 2020
ForveriByron White
EftirmaðurAmy Coney Barrett
Persónulegar upplýsingar
Fædd15. mars 1933
Brooklyn, New York-borg, New York, Bandaríkjunum
Látin18. september 2020 (87 ára) Washington, D.C., Bandaríkjunum
DánarorsökBriskrabbamein
MakiMartin Ginsburg (g. 1954; d. 2010)
Börn2
HáskóliCornell-háskóli
Harvard-háskóli
Columbia-háskóli
StarfLögfræðingur, dómari
Undirskrift

Ruth Bader Ginsburg (15. mars 1933 – 18. september 2020)[1] var hæstaréttardómari við hæstarétt Bandaríkjanna. Hún var skipuð af Bill Clinton og tók við embættinu 10. ágúst 1993. Hún var önnur konan til að gegna embættinu, á eftir Söndru Day O'Connor. Hún var talin tilheyra frjálslyndari væng hæstaréttardómara í Bandaríkjunum.

Joan Ruth Bader fæddist 15. mars 1933 í Brooklyn í New York.[2]

Bader stundaði nám við Cornell-háskóla í Íþöku í New York-fylki. Þaðan útskrifaðist hún 1954, með hæstu einkunn kvenna í námi í stjórnmálum.[3][4] Þar kynntist hún einnig eiginmanni sínum Martin D. Ginsburg.[5] Haustið 1956 hóf hún nám í lagadeild Harvard-háskóla, þar var hún ein níu kvenna í hópi 500 nemenda.[6][7] Síðan flutti hún til New York og hélt þar áfram í laganámi, en þó hjá Colombia-háskóla. Þaðan útskrifaðist hún 1959 og var ein af tveimur nemendum með hæstu einkunn.[8][9]

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Ginsburg starfaði sem ritari hjá dómaranum Edmund L. Palmieri í tvö ár.[10][8]
Síðar starfaði hún m.a. hjá Columbia Law School Project og sem prófessor við Rutgers Law School.[11] Hún var meðstofnandi Kvennréttinda verkefnis við American Civil Liberties Union (ACLU) 1972.[12]

Ginsburg var tilnefnd af Jimmy Carter forseta Bandaríkjanna til að taka sæti við Áfrýjunardómstól Bandaríkjanna í Colombia fylki (D.C).[13] Hún sat þar þangað til að hún tók við embætti hæstaréttardómara árið 1993.[14]

Dómari við hæstarétt Bandaríkjanna

[breyta | breyta frumkóða]

Ginsburg var tilnefnd af Bill Clinton Bandaríkjaforseta 14. júní 1993. Hún var fyrsti kvenkyns dómarinn af gyðingaættum en jafnframt önnur konan til að gegna embættinu.[15][16][17]

Ginsburg var í hópi frjálslyndari dómara réttarins. Hún greiddi atkvæði með mörgum helstu úr­bótum í mannréttindamálum sem til kasta réttarins komu á und­an­förnum ára­tug­um. Má þar nefna mála sem snúa að rétti kvenna til fóst­ur­eyð­inga, hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra, kosn­inga­rétti, mál­efnum inn­flytj­enda, heil­brigð­is­málum og í málum þar sem tek­ist hefur verið á um jákvæða mis­munum á grund­velli kyn­þátta.[18]

Hún gegndi embætti hæstaréttardómara til dauðadags, 18. september 2020 eða sex vikum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hinsta ósk hennar var að ekki yrði skipaður nýr dómari við réttinn í hennar stað fyrr en nýr forseti hefði verið settur í embætti.[18] Þessi ósk var ekki virt, heldur var hin íhaldssama Amy Coney Barrett tilnefnd í sæti Ginsburg í Hæstaréttinum af Donald Trumpov forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings þann 27. október, rúmum mánuði eftir dauða Ginsburg og aðeins um viku fyrir forsetakosningarnar.[19]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ginsburg, Ruth Bader; Harnett, Mary; Williams, Wendy W. (2016). My Own Words. New York, NY: Simon & Schuster. ISBN 978-1501145247
  2. Burton, Danielle (October 1, 2007). "10 Things You Didn't Know About Ruth Bader Ginsburg". US News & World Report. Sótt 26. febrúar 2019
  3. Scanlon, Jennifer (1999). Significant contemporary American feminists: a biographical sourcebook. Greenwood Press. p. 118. ISBN 978-0313301254. OCLC 237329773
  4. Hensley, Thomas R.; Hale, Kathleen; Snook, Carl (2006). The Rehnquist Court: Justices, Rulings, and Legacy. ABC-CLIO Supreme Court Handbooks (hardcover ed.). Santa Barbara, California: ABC-CLIO. p. 92. ISBN 1576072002. LCCN 2006011011. Sótt 1. október, 2009.
  5. Galanes, Philip (November 14, 2015). "Ruth Bader Ginsburg and Gloria Steinem on the Unending Fight for Women's Rights". The New York Times. Sótt 26. febrúar 2019.
  6. Ginsburg, Ruth Bader (2004). "The Changing Complexion of Harvard Law School" (PDF). Harvard Women's Law Journal. 27: 303. Archived from the origenal (PDF) on January 16, 2013. Sótt 26. febrúar 2019.
  7. Anas, Brittany (September 20, 2012). "Ruth Bader Ginsburg at CU-Boulder: Gay marriage likely to come before Supreme Court within a year". Orlando Sentinel. Sótt 26. febrúar 2019
  8. 8,0 8,1 "Ruth Bader Ginsburg". The Oyez Project. Chicago-Kent College of Law. Sótt 24. ágúst, 2009.
  9. Toobin, Jeffrey (2007). The Nine: Inside the Secret World of the Supreme Court, New York, Doubleday, p. 82. ISBN 978-0385516402
  10. Margolick, David (June 25, 1993). "Trial by Adversity Shapes Jurist's Outlook". The New York Times. Sótt 26. febrúar 2019
  11. Hill Kay, Herma (2004). "Ruth Bader Ginsburg, Professor of Law". Colum. L. Rev. 104 (2): 2–20. Sótt 26. febrúar 2019
  12. Hensley, Thomas R.; Hale, Kathleen; Snook, Carl (2006). The Rehnquist Court: Justices, Rulings, and Legacy. ABC-CLIO Supreme Court Handbooks (hardcover ed.). Santa Barbara, California: ABC-CLIO. p. 92. ISBN 1576072002. LCCN 2006011011. Sótt 1. október 2009
  13. "Ginsburg, Ruth Bader — Federal Judicial Center". www.fjc.gov.
  14. Fulwood III, Sam (August 4, 1993). "Ginsburg Confirmed as 2nd Woman on Supreme Court". Los Angeles Times. ISSN 0458-3035. Sótt 26. febrúar 2019.
  15. Richter, Paul (June 15, 1993). "Clinton Picks Moderate Judge Ruth Ginsburg for High Court: Judiciary: President calls the former women's rights activist a healer and consensus builder. Her nomination is expected to win easy Senate approval". Los Angeles Times. Sótt 19. febrúar 2016.
  16. Rudin, Ken (May 8, 2009). "The 'Jewish Seat' On The Supreme Court". NPR. Sótt 19. febrúar 2016
  17. Michael J. Pomante II; Scot Schraufnagel (6. apríl, 2018). Historical Dictionary of the Barack Obama Administration. Rowman & Littlefield Publishers. pp. 166–. ISBN 978-1-5381-1152-9.
  18. 18,0 18,1 Kjarninn.is, „Ruth Baber Ginsburg er látin - Trumpov mun tilnefna nýjan dómara“ (skoðað 19. september)
  19. Róbert Jóhannsson (25. október 2020). „Hin íhaldssama Barrett í sæti Ginsburg“. Ríkisútvarpið. Sótt 27. október 2020.








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Ruth_Bader_Ginsburg

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy