Sacramento
Sacramento | |
---|---|
Hnit: 38°34′54″N 121°29′40″V / 38.58167°N 121.49444°V | |
Land | Bandaríkin |
Fylki | Kalifornía |
Sýsla | Sacramento |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Darrell Steinberg (D) |
Flatarmál | |
• Samtals | 258,41 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 8 m |
Mannfjöldi (2020)[1] | |
• Samtals | 524.943 |
• Áætlað (2023) | 526.384 |
• Þéttleiki | 2.000/km2 |
Tímabelti | UTC−08:00 (PST) |
• Sumartími | UTC−07:00 (PDT) |
Póstnúmer | 94203–94209, 94211, 94229–94230, 94232, 94234–94237, 94239–94240, 94244–94245, 94247–94250, 94252, 94254, 94256–94259, 94261–94263, 94267–94269, 94271, 94273–94274, 94277–94280, 94282–94285, 94287–94291, 94293–94299, 95811–95838, 95840–95843, 95851–95853, 95860, 95864–95867, 95894, 95899 |
Svæðisnúmer | 916 & 279 |
Vefsíða | cityofsacramento |
Sacramento er höfuðborg Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum. Borgin var stofnuð í desember árið 1848 af John Sutter en hann hafði áður reist virkið Sutter's Fort (einnig nefnt New Helvetia). Íbúafjöldinn árið 2023 var um 526.400.[1]
Í gullæðinu var Sacramento mikilvæg miðstöð viðskipta og landbúnaðar. Þar var endastöð margra vagnlesta, hestvagna, fljótabáta og fyrstu járbrautarinnar sem náði þvert yfir Ameríku.
Innfæddir kalla borgina oft Sacto, Sactown, Sacratomato eða Sac. Þá kalla viðskiptajöfrar og fjölmiðlar borgina oft River City. Sacramento State University (hluti California State University) er háskólinn staðarins.
Saga borgarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Forsaga
[breyta | breyta frumkóða]Fyrir tíma Evrópubúa í Kaliforníu höfðu indjánar af ættbálkunum Miwok, Shonommey og Maidu búið á svæðinu í líklegast þúsundir ára. Ólíkt nútímamanninum skildu þeir litlar leifar eftir sig, en þeir nærðust aðallega á akarni eikartrjánna, ávöxtum, fræjum og rótum.
Árið 1806 eða 1808 kom spænski landkönnuðurinn Gabriel Moraga á svæðið fyrstur Evrópubúa. Hann nefndi dalinn sem hann sá og fljótið sem lá í gegnum dalinn Sacramento Valley og Sacramento River eftir spænska orðinu yfir sakrament.
Frá frumkvöðlum til gullæðis
[breyta | breyta frumkóða]John Sutter kom til svæðisins frá Liestal í Sviss í ágúst 1839 og stofnaði virkið og viðskiptastöðina Sutter's Fort árið 1840. Árið 1848 fannst gull um 80 kílómetrum norðaustan við virkið eða í Sutter's Mill. Þegar fréttin breiddist út tók fólk að streyma til svæðisins frá öllum áttum og stórjókst íbúatalan við það. Sonur Sutter, sem hét John Sutter yngri, tók að skipuleggja borg á svæðinu og borgina nefndi hann Sacramento eftir fljótinu, Sacramento river. Þetta gerði hann þrátt fyrir andstöðu föður síns, sem áður hafði stofnað Sutter's Fort, Sutter's Mill og Sutterville, en allar þessar byggðir mistókust öfugt við Sacramento, sem óx hratt.
Fyrstu áratugina hrjáðu flóð, eldar og kólera borgina, en samt sem áður hélt aðstreymi fólks til borgarinnar áfram.
Höfuðborgin
[breyta | breyta frumkóða]Löggjafarþing Kaliforníu kom með lög árið 1854 sem gerðu Sacramento að höfuðborg ríkisins, en hún hafði áður verið í borgunum San Jose, Vallejo og Benicia.
Hafist var handa við byggingu þinghússins, California State Capitol, árið 1869 og lauk henni 1874. Þykir húsið minna mjög á United States Capitol í Washington, D.C.
Þessi nýja staða borgarinnar, sem og góð staðsetning, urðu þess valdandi að borgin upplifði mikið gullaldarskeið. Hún varð fyrsta endastöð Pony Express póstflutninganna í vestri og seinna endastöð fyrstu járnbrautalestarinnar þvert yfir Bandaríkin, First Transcontinental Railroad. Þá hjálpuðu fljótin sem renna í gegnum borgina til við að efla atvinnulíf.
Íbúar Sacramento ákváðu um þetta leiti að lyfta borginni, sem þeir gerðu með landfyllingum. Þetta var gert til að koma í veg fyrir tjón af völdum flóða í Sacramento River og American River.
Samtímasaga
[breyta | breyta frumkóða]- Árið 1920 samþykktu íbúarnir stofnskrá borgarinnar.
- Sacramento eignaðist höfn árið 1947 og fyrsta skipið frá tímum gufuskipa sem jafnframt var í úthafssiglingum lagðist að bryggju árið 1963.
- Árið 1967 varð Ronald Reagan síðasti ríkisstjóri Kaliforníu til að eiga fast aðsetur í Sacramento.
- Á 9. og 10. áratugnum var nokkrum herstöðvum í nágrenninu lokað og misstu margir borgarbúar vinnuna við það.
- Í byrjun 10. áratugar 20. aldar reyndi borgarstjóri Sacramento, Joe Serna, að lokka ruðningsliðið Los Angeles Raiders til borgarinnar með 50 milljón dollara boði. Þegar ekkert varð úr flutningi liðsins var fénnu eytt í verkefni á borð við The Convention Center og endurnýjun á Memorial Auditorium - byggingunni.
Þróun fólksfjölda eftir árum:
Þekkt fólk frá Sacramento
[breyta | breyta frumkóða]- Joan Didion, blaðamaður og rithöfundur
- Ray Eames, hönnuður og arkítekt
- Sam Elliott, leikari
- Roger Fouts, sál- og mannfræðingur
- Colin Hanks, leikari
- Henry Hathaway, leikstjóri
- Hiram Johnson, stjórnmálamaður (repúblikani)
- Daniel Johnston, söngvari og listamaður
- Anthony Kennedy, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna
- Rodney King, bandarískur blökkumaður og fórnarlamb lögregluofbeldis í Los Angeles
- Mel Ramos, listamaður
- Stephen Kern Robinson, geimfari
- Camillo "Chino" Wong Moreno, söngvari og gítarspilari í hljómsveitinni "Deftones"
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „QuickFacts – Sacramento, California“. United States Census Bureau. Sótt 8. nóvember 2024.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Opinber vefsíða
- Opinber ferðamálasíða (á ensku): http://www.sacramentocvb.org/
- Sacramento State University (á ensku): http://www.csus.edu/
- Almenningsbókasafnið í Sacramento (á ensku): http://www.saclibrary.org/
- Viðskiptaráð Sacramento (á ensku): http://www.metrochamber.org/ Geymt 13 maí 2023 í Wayback Machine
- Myndir af 19. aldar Sacramento (á ensku): http://sacramento.cityviews.us/
- Myndaferð um borgina (á ensku): http://www.Untraveledroad.com/USA/California/Sacramento/Sacramento.htm
- Saga Sacramento (á ensku): http://www.sacramentohistory.org/
- KVIE sjónvarpsstöðin í Sacramento: http://www.kvie.org/