Content-Length: 96388 | pFad | http://is.wikipedia.org/wiki/Sold%C3%A1n

Soldán - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Soldán

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hamengkubuwono 10. soldán Yogyakarta

Soldán (arabíska سلطان‎ Sulṭān) er aðalstitill í íslömskum löndum sem jafngildir konungstitli þótt hann geti í sumum tilvikum heyrt undir kalífa. Ríki soldáns er kallað soldánsdæmi (arabíska: سلطنة‎ ṣalṭanah). Nær öll soldánsdæmi heims hafa verið lögð niður. Nokkrir hefðbundnir konungar í Suðaustur-Asíu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum bera enn soldánstitil en aðeins tvö sjálfstæð soldánsdæmi eru enn til: Óman og Brúnei. Auk þess bera sjö af níu fylkisstjórum Malasíu soldánstitil sem felur í sér raunveruleg völd. Í Indónesíu var samþykkt árið 2012 að fylkisstjórastaða Yogyakarta-héraðs skyldi erfast innan fjölskyldu soldánsins vegna mikils stuðnings almennings.









ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: http://is.wikipedia.org/wiki/Sold%C3%A1n

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy