Tækifærissýking
Tækifærissýking er sýking orsökuð af örveru sem að öllu jöfnu er ekki sýkill í því umhverfi sem hún venjulega þrífst í. Almennt má segja að tækifærissýklar valdi ekki sýkingum í einstaklingum með óskerta ónæmisstarfsemi. Skerðing á starfsemi ónæmiskerfisins, hvort sem hún er af völdum sjúkdóma eða annarra þátta, skapar tækifæri til sýkingar. Tækifærissýkingar geta einnig orðið í einstaklingum með óskerta ónæmisstarfsemi ef ytri þættir verða til þess að örveran nær að vaxa og dafna í þeim hlutum líkamans sem eru henni alla jafna lokaðir. Dæmi um slíka tækifærissýkingu er þegar sár á húð verða til þess að gerlar berast af húðinni í blóðrásina og þaðan til annarra vefja líkamans.
Orsakir
[breyta | breyta frumkóða]Ónæmisskerðing eða ónæmisbæling getur m.a. orðið vegna:
- Næringarskorts
- Þrálátra sýkinga
- Ónæmisbælandi lyfja
- Sýklalyfja
- Lyfjameðferðar krabbameinssjúklinga
- Alnæmis eða HIV-sýkingar
- Erfðagalla
- Þungunar
Algengar tækifærissýkingar
[breyta | breyta frumkóða]Meðal algengra tækifærissýkla má nefna:
- Escherichia coli
- Pneumocystis jirovecii
- Candida albicans
- Staphylococcus aureus
- Streptococcus pyogenes
- Pseudomonas aeruginosa
- Acinetobacter baumanni
- Toxoplasma gondii
- Listeria monocytogenes