Content-Length: 75153 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Kynl%C3%ADf

Kynlíf - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Kynlíf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kynlíf eða ástalíf er sá samlífsþáttur kynjanna sem snýr að æxlunaratferli manna og tengist kynörvun og kynhvötinni.

Kynlíf er það þegar tvær manneskjur (kona og karlmaður eða karlmaður og karlmaður eða kona og kona) hafa samfarir eða veita hvort öðru fullnægingu eða kynferðislega örvun með öðrum hætti, svo sem með því að örva kynfæri hvors annars. Þetta er hægt að gera með ýmsum hætti, eins og til dæmis með munnmökum, snertingu og svo framvegis. Einnig geta fleiri en tvær manneskjur tekið þátt í kynlífi og kallast það þá hópkynlíf. „Kynlíf“ með sjálfum sér nefnist sjálfsfróun.

Kynlíf tveggja persóna er hægt að stunda í ýmsum stellingum og er það bæði gert til þess að auka nautnina og til þess að fá ekki leið á sömu stellingunni. Frægasta stellingin er trúboðastellingin, en einnig mætti nefna 69, hunda- og skeiðastellinguna. Sumir nota kynlífsleikföng til að krydda og auka ánægju sína af kynlífi.

Viss áhætta fylgir því að stunda kynlíf, til dæmis er alltaf möguleiki að smitast af kynsjúkdómi við samfarir. Sumir þeirra eru ólæknandi. Einnig er hætta á getnaði ef ekki eru notaðar getnaðavarnir eins og til dæmis getnaðarvarnarpilla, hetta, lykkja, smokkur og svo framvegis. Smokkurinn dregur verulega úr líkum á hvoru tveggja getnaði og kynsjúkdómum, en aðrar getnaðarvarnir verja fólk ekki gegn smitsjúkdómum. Talið er að smokkar geti varið gegn kynsjúkdómum í 98% tilvika.

  • „Hvað er kynlíf?“. Vísindavefurinn.
  • „Er hollt að stunda kynlíf?“. Vísindavefurinn.
  • Er ekki nóg komið af sexi?; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1983
  • Kynlíf, kynlíf, kynlíf; grein í Forvitin rauð 1981








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Kynl%C3%ADf

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy