Content-Length: 142227 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Lewis_Carroll

Lewis Carroll - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Lewis Carroll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lewis Carroll
Lewis Carroll
Ljósmynd af Lewis Carroll sem hann tók sjálfur, með aðstoð.
Fæddur: 27. janúar 1832
Daresbury, Cheshire, Englandi
Látinn:14. janúar 1898 (65 ára)
Guildford, Surrey, Englandi
Starf/staða:Rithöfundur, myndskreytari, ljóðskáld, stærðfræðingur, ljósmyndari, kennari
Þjóðerni:Breskur
Bókmenntastefna:Barnabókmenntir, fantasía
Þekktasta verk:Ævintýri Lísu í Undralandi (1865)
Í gegnum spegilinn (1871)
Undirskrift:

Charles Lutwidge Dodgson (27. janúar 183214. janúar 1898), betur þekktur undir höfundarnafninu Lewis Carroll, var breskur heimspekingur, rökfræðingur, stærðfræðingur, ljósmyndari, prestur og rithöfundur. Hann er þekktastur fyrir það að hafa skrifað bókina Ævintýri Lísu í Undralandi, og framhald hennar Í gegnum spegilinn, ásamt skopljóðinu Snarksveiðin og bullljóðið Jabberwocky.

Hann hafði dálæti á orðaleikjum, rökvillum, þrautum og ævintýrum, og hæfni hans hefur heillað fólk á öllum aldri. Verk hans hafa verið vinsæl frá því að þau voru gefin út og hafa haft víðtæk áhrif á barnabækur. Margir 20. aldar rithöfundar hafa orðið fyrir verulegum áhrifum af verkum Lewis Carroll, til dæmis Jorge Luis Borges og James Joyce.

Félög hafa verið stofnuð víða um heim til þess að rannsaka og kynna verk Lewis Carrolls, svo sem í Englandi, Bandaríkjunum, Japan og Nýja Sjálandi.

Charles Lutwidge Dodgson fæddist í Cheshire á England. Faðir hans, Charles Dodgson, var prestur í kirkjunni í Daresbury, litlu þorpi rúmlega 11.2 km frá Warrington. Fjölskylda hans var fyrst og fremst ensk, en þó átti hann einhverjar rætur að rekja til Írlands. Fjölskyldan var íhaldssöm og trúuð, og flestir forfeðra Dodgsons voru úr klassískum efri-miðstéttum kirkjunnar og hersins. Langafi hans, einnig Charles Dodgson að nafni, var biskup, og afi hans, enn einn Charles Dodgson, hafði verið kafteinn í hernum. Hann lést í bardaga árið 1803 og lét eftir sig tvo kornunga syni.

Eldri sonurinn, Charles, sniðgekk herinn og gerðist prestur. Hann stundaði nám við Westminster og síðar við Christ Church, Oxford. Hann hafði mikla stærðfræðihæfileika og útskrifaðist með gráður í guðfræði og stærðfræði. Hann hefði getað átt mjög litríkan feril sem vísindamaður, en þess í stað giftist hann frænku sinni árið 1827 og tók stöðu í einangraðri kirkjusókn.

Charles Lutwidge Dodgson var þriðji af ellefu systkinum — sjö stelpur og fjórir strákar. Hann var elsti strákur fjölskyldunnar og öll hin systkini hans komust upp, sem þótti óvenjulegt á þeim tíma. Fjölskyldan var mjög náin.

Þegar Charles var 11 ára fékk faðir hans stöðu í Croft-on-Tees í norðurhluta Yorkshire, og öll fjölskyldan flutti í þessa stærri kirkjusókn þar sem þau bjuggu næstu 25 árin. Faðir hans fékk nokkrar stöðuhækkannir innan kirkjunnar: hann gaf út bók með predikunum sínum, þýddi Tertullian, varð erkidjákni Ripon dómkirkjunnar, og skipti sér af trúardeilum sem voru að sundra ensku kirkjunni. Hann hallaðist að Ensk-Kaþólisisma og heillaðist af Tractarian hreyfingunni.

Charles var heimamenntaður framan af, og „leslistar“ hans sýna að hann hafi verið mjög snjall: Sjö ára gamall las hann The Pilgrim's Progress eftir John Bunyan. Oft er sagt að hann hafi verið örvhentur, en var neyddur til þess að nota hægri hendi og hlaut sálrænan skaða af; en þó eru engar heimildir til fyrir því. Hinsvegar þjáðist hann alla tíð af stami, sem varð honum hindrun í félagslegum samskiptum. Tólf ára gamall var hann sendur í einkaskóla nærri Richmond, þar sem hann virðist hafa verið hamingjusamur, en árið 1845 var hann fluttur í skólann í Rugby, þar sem hann var ekki jafn sáttur við sitt. Hann reit:

Ég get ekki sagt ... að nokkrar jarðneskar ástæður gætu hvatt mig til þess að endurupplifa þessi þrjú ár ... ég get sagt með sanni að ef ég hefði verið ... laus við áreiti á nóttunni, væri harðneskja daglegs lífs ef til vill viðráðanlegt smáræði. [1]

Eðli kvöldlæga áreitisins verður líklega aldrei þekkt með vissu, en það getur verið að hann hafi verið að tala um einhverskonar kynferðislega misnotkun. Burtséð frá þessu stundaði hann nám sitt af mikilli kostgæfni, en R.B. Mayor, stærðfræðikennarinn hans, sagði að hann hefði ekki séð lofsverðari pilt á sinni tíð í Rugby.


  • ^  Ensk útgáfa: I cannot say ... that any earthly considerations would induce me to go through my three years again ... I can honestly say that if I could have been ... secure from annoyance at night, the hardships of the daily life would have been comparative trifles to bear.

Lewis Carroll var afkastamikill rithöfundur og gaf út yfir fjörtíu ára skeið um 200 bæklinga um fjölmörg málefni, ásamt fjölda bóka um ýmis málefni, skálduð og raunveruleg. Þá ber helst að nefna:

  • Ævintýri Lísu í Undralandi (e. Alice's Adventures in Wonderland)
  • Through the Looking-Glass
  • The Hunting of the Snark
  • Jabberwocky
  • Phantasmagoria (söguljóð)
  • An Elementary Treatise on Determinants (sjá ákveða)
  • Symbolic Logic (sjá stærðfræðileg rökfræði)
  • Euclid and his Modern Rivals
  • The Alphabet Cipher
  • What the Tortoise Said to Achilles.
  • Hiawatha's Photographing (ádeila á sönginn Hiawatha)

Að auki hélt hann dagbækur frá Janúar 1855 til Desember 1897, en dagbækur hans hafa verið gefnar út af The Lewis Carroll Society í níu bindum.

Wikisource
Wikisource
Á Wikiheimild er að finna verk eftir eða um:
Opinberar vefsíður
Ýtarefni
The Internet Movie Database

Rafrænir textar

[breyta | breyta frumkóða]
Bækur á netinu
Hljóðskrár








ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Lewis_Carroll

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy