Content-Length: 145059 | pFad | https://is.wikipedia.org/wiki/Lionel_Jospin

Lionel Jospin - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Lionel Jospin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lionel Jospin
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
2. júní 1997 – 6. maí 2002
ForsetiJacques Chirac
ForveriAlain Juppé
EftirmaðurJean-Pierre Raffarin
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. júlí 1937 (1937-07-12) (87 ára)
Meudon, Hauts-de-Seine, Frakklandi
ÞjóðerniFranskur
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn
MakiÉlisabeth Dannenmuller (skilin)
Sylviane Agacinski
BörnEva
Hugo
HáskóliStjórnmálaháskóli Parísar
Þjóðlegi stjórnsýsluháskólinn
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Lionel Jospin (f. 12. júlí 1937) er franskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Frakklands frá 1997 til 2002. Jospin var frambjóðandi franska Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum árin 1995 og 2002. Í fyrri kosningunum tapaði hann naumlega fyrir Jacques Chirac í seinni umferðinni. Í kosningunum 2002 komst hann öllum að óvörum ekki í aðra umferð kosninganna þar sem hann fékk færri atkvæði en bæði Chirac og öfgahægrimaðurinn Jean-Marie Le Pen í fyrri umferðinni. Eftir þennan auðmýkjandi ósigur dró Jospin sig alfarið úr frönskum stjórnmálum.

Jospin gekk í Stjórnmálaháskóla Parísar og Þjóðlega stjórnsýsluháskólann og vann snemma á ferli sínum sem erindreki. Hann var snemma meðlimur í frönsku trotskíistasamtökunum Organisation communiste internationaliste[1] en gekk í franska Sósíalistaflokkinn árið 1971. Jospin varð fyrsti ritari Sósíalistaflokksins á fyrra kjörtímabili François Mitterrand Frakklandsforseta (1981 – 1988). Á seinna kjörtímabili Mitterrand var Jospin ríkisráðherra, menntamálaráðherra og „næstráðandi ríkisstjórnarinnar“ í stjórnum Michels Rocard og Édith Cresson.

Jospin var kjörinn frambjóðandi Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum árið 1995 en tapaði í annarri umferð kosninganna fyrir Jacques Chirac. Jospin varð aftur fyrsti ritari Sósíalistaflokksins næsta október. Sósíalistaflokkurinn vann sigra í þingkosningum árið 1997 og því neyddist Chirac til þess að skipa Jospin forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar. Sem leiðtogi bandalags franskra vinstriflokka stóð Jospin meðal annars fyrir því að komið var á 35 klukkustunda vinnuviku í Frakklandi og fyrir ýmsum velferðarverkefnum sem miðuðu að því að auðvelda ungu fólki aðgang að atvinnugeiranum.

Jospin var aftur frambjóðandi Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum árið 2002 en hann tapaði í fyrstu umferð fyrir Chirac og Jean-Marie Le Pen, frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar. Hann sagði í kjölfarið af sér sem forsætisráðherra og lýsti yfir að hann hygðist draga sig úr frönskum stjórnmálum.[2] Ríkisstjórn Jospin var á þessum tíma sú langlífasta í sögu fimmta lýðveldisins.

Jospin varð meðlimur franska stjórnlagaþingsins árið 2015.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lionel Jospin, Lionel raconte Jospin, éditions du Seuil, París, janúar 2010.
  2. Soirée électorale : élection présidentielle 1er tour, France 3, 21. apríl 2002.


Fyrirrennari:
Alain Juppé
Forsætisráðherra Frakklands
(2. júní 19976. maí 2002)
Eftirmaður:
Jean-Pierre Raffarin










ApplySandwichStrip

pFad - (p)hone/(F)rame/(a)nonymizer/(d)eclutterfier!      Saves Data!


--- a PPN by Garber Painting Akron. With Image Size Reduction included!

Fetched URL: https://is.wikipedia.org/wiki/Lionel_Jospin

Alternative Proxies:

Alternative Proxy

pFad Proxy

pFad v3 Proxy

pFad v4 Proxy